TellMeTwin hefur þróunarstarf í BNA Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 07:00 Einar Sigvaldason TellMeTwin starfar nú með helsta hönnuði meðmælakerfis Amazon.com. Tengja á TellMeTwin-meðmælakerfið vefsamfélögum á borð við Facebook, farsímum og netvöfrum. „Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Everywhere, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin. Einar segir að í kjölfar styrkveitingarinnar sé nú að fara í gang öflugt þróunarstarf og leit að samsarfsaðilum í Bandaríkjunum. Verkefnið segir hann unnið í samstarfi við Ara Kristin Jónsson, forseta tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Andreas Weigend, kennara við Berkeley- og Stanford- háskólana í Bandaríkjunum. Weigend er jafnframt fyrrum tæknistjóri (e. chief scientist) hjá Amazon.com og einn af helstu hönnuðum meðmælakerfisins sem vefverslunin notar. Hann starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá ekki ómerkari fyrirtækjum en Nokia, Myspace, Yahoo, Del.icio.us og fleirum slíkum. Á vef Tell Me Twin getur fólk skráð sig og gefið upp viðhorf til margvíslegra hluta með því að taka persónuleikapróf, og getur svo einnig gefið hlutum einkunn, hvort sem það eru kvikmyndir, bækur, matur eða annað. Síðan eru upplýsingar frá svipað þenkjandi einstaklingum notaðar til að mæla með nýjum hlutum við fólk. „Þarna er því bæði lesið í karaktereinkenni og svo lærð viðhorf." „Mikill akkur er í því fyrir okkur að fá Andreas Weigend í þetta með okkur, heilann á bakvið meðmælakerfi Amazon.com sem flestir þekkja og er eitt það viðurkenndasta í heimi," segir Einar. „Með okkur reynir hann nú að að setja nýja staðla á þessu sviði." Markmið TellMeTwin Everywhere er að gera TellMeTwin kleift að vinna með öðrum netsamfélögum, vefsíðum, eða forritum. Með viðbót við internetvafra gæti TellMeTwin vakað yfir því að benda fólki á nýja hluti, eftir því hvaða síður er verið að skoða. Þá er horft til þess að TellMeTwin fái unnið með vefverslunum á borð við Amazon.com, iTunes og fleiri, auk þess að samtvinna það netsamfélögum á borð við Facebook, MySpace, Bebo, Twitter eða önnur slík. Þá er horft til þess að búa til TellMeTwin viðmót í farsíma. Þannig gæti einhver leitað ráða hjá svipað þenkjandi fólki væri hann í vafa um bók sem hann ætlaði að kaupa úti í búð. „Í mars fer ég út til funda með Andreas og leggjumst við þá yfir það með hvaða vefjum TellMeTwin ætti helst að vera að vinna og hvernig," segir Einar. Í Háskólanum í Reykjavík starfar svo tölvunarfræðinemi með Ara Kristni í að forrita tæknilausnina. Tekjur TellMeTwin segir Einar að komi svo einna helst í gegnum samstarf við verslanir. „Núna er það til dæmis þannig að ef tvífari einhvers mælir með bíómynd á vefnum okkar og smellt er á „kaupa" hnappinn, þá er viðkomandi sendur yfir á vef Amazon.com og við fáum 6,0 til 8,5 prósenta sölulaun af því sem hann kaupir þar, á meðan hann hefur netvafrann opinn," segir Einar. „Grunnhugsunin er að fólk geti fengið ráðleggingar hjá fólki sem sagan sýnir að kann að meta svipaða hluti og þú, í stað þess að fólk sé að fá ómarkvissari ráðgjöf hjá vinum og kunningjum. Þetta er sérlega hjálplegt fyrir þá sem hafa afgerandi skoðanir á hlutunum og kannski oft andstætt skoðun fjöldans. Ég kann til dæmis hvorki að meta Hringadróttinssögu né nýju Batman-myndina og því verðmætt fyrir mig að finna tvífara sem deilir með mér þessu ákveðna „persónueinkenni", því allt í kringum mig er fólk að mæla með þessum myndum. Viðkomandi gæti svo auðvitað verið að mæla með einhverju allt öðru en kvikmyndum." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
TellMeTwin starfar nú með helsta hönnuði meðmælakerfis Amazon.com. Tengja á TellMeTwin-meðmælakerfið vefsamfélögum á borð við Facebook, farsímum og netvöfrum. „Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Everywhere, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin. Einar segir að í kjölfar styrkveitingarinnar sé nú að fara í gang öflugt þróunarstarf og leit að samsarfsaðilum í Bandaríkjunum. Verkefnið segir hann unnið í samstarfi við Ara Kristin Jónsson, forseta tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Andreas Weigend, kennara við Berkeley- og Stanford- háskólana í Bandaríkjunum. Weigend er jafnframt fyrrum tæknistjóri (e. chief scientist) hjá Amazon.com og einn af helstu hönnuðum meðmælakerfisins sem vefverslunin notar. Hann starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá ekki ómerkari fyrirtækjum en Nokia, Myspace, Yahoo, Del.icio.us og fleirum slíkum. Á vef Tell Me Twin getur fólk skráð sig og gefið upp viðhorf til margvíslegra hluta með því að taka persónuleikapróf, og getur svo einnig gefið hlutum einkunn, hvort sem það eru kvikmyndir, bækur, matur eða annað. Síðan eru upplýsingar frá svipað þenkjandi einstaklingum notaðar til að mæla með nýjum hlutum við fólk. „Þarna er því bæði lesið í karaktereinkenni og svo lærð viðhorf." „Mikill akkur er í því fyrir okkur að fá Andreas Weigend í þetta með okkur, heilann á bakvið meðmælakerfi Amazon.com sem flestir þekkja og er eitt það viðurkenndasta í heimi," segir Einar. „Með okkur reynir hann nú að að setja nýja staðla á þessu sviði." Markmið TellMeTwin Everywhere er að gera TellMeTwin kleift að vinna með öðrum netsamfélögum, vefsíðum, eða forritum. Með viðbót við internetvafra gæti TellMeTwin vakað yfir því að benda fólki á nýja hluti, eftir því hvaða síður er verið að skoða. Þá er horft til þess að TellMeTwin fái unnið með vefverslunum á borð við Amazon.com, iTunes og fleiri, auk þess að samtvinna það netsamfélögum á borð við Facebook, MySpace, Bebo, Twitter eða önnur slík. Þá er horft til þess að búa til TellMeTwin viðmót í farsíma. Þannig gæti einhver leitað ráða hjá svipað þenkjandi fólki væri hann í vafa um bók sem hann ætlaði að kaupa úti í búð. „Í mars fer ég út til funda með Andreas og leggjumst við þá yfir það með hvaða vefjum TellMeTwin ætti helst að vera að vinna og hvernig," segir Einar. Í Háskólanum í Reykjavík starfar svo tölvunarfræðinemi með Ara Kristni í að forrita tæknilausnina. Tekjur TellMeTwin segir Einar að komi svo einna helst í gegnum samstarf við verslanir. „Núna er það til dæmis þannig að ef tvífari einhvers mælir með bíómynd á vefnum okkar og smellt er á „kaupa" hnappinn, þá er viðkomandi sendur yfir á vef Amazon.com og við fáum 6,0 til 8,5 prósenta sölulaun af því sem hann kaupir þar, á meðan hann hefur netvafrann opinn," segir Einar. „Grunnhugsunin er að fólk geti fengið ráðleggingar hjá fólki sem sagan sýnir að kann að meta svipaða hluti og þú, í stað þess að fólk sé að fá ómarkvissari ráðgjöf hjá vinum og kunningjum. Þetta er sérlega hjálplegt fyrir þá sem hafa afgerandi skoðanir á hlutunum og kannski oft andstætt skoðun fjöldans. Ég kann til dæmis hvorki að meta Hringadróttinssögu né nýju Batman-myndina og því verðmætt fyrir mig að finna tvífara sem deilir með mér þessu ákveðna „persónueinkenni", því allt í kringum mig er fólk að mæla með þessum myndum. Viðkomandi gæti svo auðvitað verið að mæla með einhverju allt öðru en kvikmyndum."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira