Fyrsta leik af 36 lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2009 11:30 Pak Nam-Chol tekur skot að marki. Nordic Photos / AFP Í morgun fór fram leikur Norður-Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í undankeppni HM 2010 í Asíu en það var sá fyrsti af 36 slíkum leikjum sem fara fram í fimm heimsálfum í dag. Norður-Kórea vann leikinn, 2-0, með mörkum Pak Nam-Chol á 51. mínútu og Mun In-Guk í uppbótartíma leiksins. Þar með tryggði Norður-Kórea sér efsta sæti B-riðils í undankeppninni í Asíu og er tveimur stigum á undan grönnum sínum í Suður-Kóreu sem eiga leik til góða. Þeir eru reyndar í fríi í dag en hinn leikur riðilsins er viðureign Íran og Sádí-Arabíu. Tvö efstu liðin úr bæði A- og B-riðli komast áfram á HM í Suður-Afríku á næsta ári og verður að teljast líklegt miðað við núverandi stöðu liðanna að það verði Norður- og Suður-Kórea. Norður-Kórea er nú að taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn síðan 1994. Norður-Kóreumenn hafa einu sinni komist í úrslitakeppni HM og þá slógu þeir í gegn. Það var í keppninni sem fór fram í Englandi árið 1966 og komst liðið alla leið í fjórðungsúrslit. Unnu þeir frækinn sigur á Ítalíu sem sátu eftir í riðlakeppninni með sárt ennið. Þeir urðu svo að sætta sig við 5-3 tap fyrir Portúgal í fjórðungsúrslitunum þar sem sjálfur Eusebio skoraði fjögur markanna. Alls fara 20 leikir fram í undankeppni HM í Evrópu í dag. Ísland er þó ekki að keppa enda í eina riðlinum í Evrópu sem ekki telur sex lið - heldur fimm. Það er því oftar frí hjá liðum þess riðils en annarra í álfunni. Aðeins einn leikur fer fram í íslenska riðlinum er Holland tekur á móti Skotlandi. Þrír leikir fara fram í Suður-Ameríku, sex í Afríku, fjórir í Asíu og þrír í Norður- og Mið-Ameríku í dag. Aðeins eitt álfusamband Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur klárað sína undankeppni. Það er Knattspyrnusamband Eyjaálfu. Nýja-Sjáland bar sigur úr býtum þar og mætir liðinu sem verður í fimmta sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku bæði heima og að heiman um eitt laust sæti í Suður-Afríku. Þeir leikir fara fram í nóvember næstkomandi. Þess má geta að Ástralía keppir nú í fyrsta sinn í undankeppni HM í Asíu þó landið tilheyri vissulega Eyjaálfu. Þar keppir liðið í A-riðli og er enn taplaust eftir fjóra leiki og með tveggja stiga forystu á Japan. Japan getur reyndar komist á topp riðilsins með sigri á Barein í dag en Ástralir eru í fríi þennan laugardaginn. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins á heimasíðu FIFA. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Í morgun fór fram leikur Norður-Kóreu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna í undankeppni HM 2010 í Asíu en það var sá fyrsti af 36 slíkum leikjum sem fara fram í fimm heimsálfum í dag. Norður-Kórea vann leikinn, 2-0, með mörkum Pak Nam-Chol á 51. mínútu og Mun In-Guk í uppbótartíma leiksins. Þar með tryggði Norður-Kórea sér efsta sæti B-riðils í undankeppninni í Asíu og er tveimur stigum á undan grönnum sínum í Suður-Kóreu sem eiga leik til góða. Þeir eru reyndar í fríi í dag en hinn leikur riðilsins er viðureign Íran og Sádí-Arabíu. Tvö efstu liðin úr bæði A- og B-riðli komast áfram á HM í Suður-Afríku á næsta ári og verður að teljast líklegt miðað við núverandi stöðu liðanna að það verði Norður- og Suður-Kórea. Norður-Kórea er nú að taka þátt í undankeppni HM í fyrsta sinn síðan 1994. Norður-Kóreumenn hafa einu sinni komist í úrslitakeppni HM og þá slógu þeir í gegn. Það var í keppninni sem fór fram í Englandi árið 1966 og komst liðið alla leið í fjórðungsúrslit. Unnu þeir frækinn sigur á Ítalíu sem sátu eftir í riðlakeppninni með sárt ennið. Þeir urðu svo að sætta sig við 5-3 tap fyrir Portúgal í fjórðungsúrslitunum þar sem sjálfur Eusebio skoraði fjögur markanna. Alls fara 20 leikir fram í undankeppni HM í Evrópu í dag. Ísland er þó ekki að keppa enda í eina riðlinum í Evrópu sem ekki telur sex lið - heldur fimm. Það er því oftar frí hjá liðum þess riðils en annarra í álfunni. Aðeins einn leikur fer fram í íslenska riðlinum er Holland tekur á móti Skotlandi. Þrír leikir fara fram í Suður-Ameríku, sex í Afríku, fjórir í Asíu og þrír í Norður- og Mið-Ameríku í dag. Aðeins eitt álfusamband Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur klárað sína undankeppni. Það er Knattspyrnusamband Eyjaálfu. Nýja-Sjáland bar sigur úr býtum þar og mætir liðinu sem verður í fimmta sæti í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku bæði heima og að heiman um eitt laust sæti í Suður-Afríku. Þeir leikir fara fram í nóvember næstkomandi. Þess má geta að Ástralía keppir nú í fyrsta sinn í undankeppni HM í Asíu þó landið tilheyri vissulega Eyjaálfu. Þar keppir liðið í A-riðli og er enn taplaust eftir fjóra leiki og með tveggja stiga forystu á Japan. Japan getur reyndar komist á topp riðilsins með sigri á Barein í dag en Ástralir eru í fríi þennan laugardaginn. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum dagsins á heimasíðu FIFA.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira