HM: Dramatískur sigur Norðmanna á Þjóðverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 18:10 Heiner Brand var brjálaður út í dómara leiksins í leikslok. Nordic Photos / AFP Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira