HM: Dramatískur sigur Norðmanna á Þjóðverjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2009 18:10 Heiner Brand var brjálaður út í dómara leiksins í leikslok. Nordic Photos / AFP Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira
Enn gerast tíðindin í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Nú unnu Norðmenn sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 25-24, eftir hádramatískan lokakafla leiksins þar sem allt ætlaði að keyra um koll. Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, eftir að Norðmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Leikurinn var enn jafn í þeim síðari en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Þegar tólf mínútur voru eftir fékk Þjóðverjinn Jens Tiedtke að líta rauða spjaldið fyrir að gefa Jonny Jensen olnbogaskot. Staðan var þá 20-19 og þó Norðmenn hafi jafnað náðu Þjóðverjar að komast aftur tveimur mörkum yfir, 22-20, og aðeins sjö mínútur til leiksloka. En þá tóku þeir Steinar Ege markvörður og Kristian Kjelling til sinna mála. Ege varði hvert skotið á fætur öðru og Kjelling skoraði fimm af síðustu sex mörkum Norðmanna. Norðmenn skoruðu næstu fjögur mörk í leiknum og komust yfir, 24-22. Ekkert gekk hjá Þjóðverjum sem misnýttu meira að segja vítaskot með því að skjóta í stöng. Þegar mínúta var til leiksloka kom Kjelling Norðmönnum aftur í tveggja marka forystu, 25-23, þó svo að þeir hafi verið manni færri. En Þjóðverjar náðu að skora og fiska annan Norðmann af velli. Staðan því 25-24 og sextán sekúndur eftir þegar Norðmenn héldu í sókn, tveimur mönnum færri. Þessar síðustu sekúndur leiksins voru ævintýralegar. Norðmenn misstu strax boltann í innkast en arfaslakir dómarar leiksins létu Þjóðverja þrítaka innkastið. Sekúndurnar runnu út án þess að Þjóðverjar náðu að hefja almennilega sókn og Norðmenn fögnuðu dýrmætum sigri. Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja, hefur verið í því starfi í tólf ár og þykir einkar geðþekkur maður. Hann hins vegar missti stjórn á skapinu. Hann hljóp að dómurunum með hnefann á lofti og ætlaði hreinlega að vaða í annan dómarann. Hann náði hins vegar að róa sig niður og labbaði sársvekktur af velli. Kjelling og Håvard Tvedten voru markahæstir Norðmanna með sjö mörk hvor. Steinar Ege varði nítján skot í markinu. Holger Glandorf skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja en markvörðurinn Silvio Heinevetter átti einnig góðan leik og varði sautján skot. Enn er allt galopið í þessum riðli. Þjóðverjar eru enn með fimm stig eftir að liðið gerði jafntefli við Serbíu í gær. Norðmenn hafa hins vegar gert eins og Pólverjar og unnið báða leiki sína til þessa í milliriðlinum eftir að hafa komið stigalausir þangað úr riðlakeppninni. Danmörk, Pólland og Noregur eru öll með fjögur stig en Danir geta komið sér í sex stig með sigri á Makedóníu í kvöld. En miðað við úrslit leikja hingað til í riðlinum er gjörsamlega ómögulegt að spá fyrir um úrslit þess leiks. Milliriðill 2: Úrslit: Serbía - Pólland 23-35 Noregur - Þýskaland 25-24 Staðan: Þýskaland 5* stig (+16 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Pólland 4* (+8) Noregur 4* (-2) Serbía 3* (-12) Makedónía 2 (-11) * eftir fjóra leiki, önnur lið hafa leikið þrjá leiki Næstu leikir: 19.15 Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sjá meira