Stjörnuprýdd saga Gerður Kristný skrifar 2. febrúar 2009 04:00 Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Óttinn varð fljótt heimavanur hjá fjölskyldu hennar þótt allir hafi gert sitt besta til að leiða hann hjá sér og halda sínu striki. Hélène vílaði ekki fyrir sér að stofna ólögleg samtök sem reyndu að bjarga gyðingabörnum og eru lýsingar hennar á ástandi sumra þeirra mjög átakanlegar. Franskir gyðingar voru fangelsaðir hver á fætur öðrum og sögur tóku að berast um að börn væru notuð til að „fylla upp í" lestarklefana sem notaðir voru til flutninganna til Þýskalands. Hélène velti því fyrir sér hvort hryllingssögurnar sem hún heyrði gætu verið sannar, hvort svo mikil grimmd gæti fyrirfundist í heiminum og lesandinn stendur sig að því að kinka kolli. Hann veit betur en stúlkan þegar hún skrifaði bókina. Sjálf sagði Hélène vinkonu sinni að líklega yrði hún í síðustu ofnfyllinni og hafði næstum því rétt fyrir sér. Hún lést úr taugaveiki í Bergen-Belsen fáeinum dögum áður en bandamenn frelsuðu búðirnar. Hélène átti því eftir að finna á eigin skinni að sögurnar voru sannar. Aðeins leið mánuður á milli andláts hennar og annars dagbókaritara, Önnu Frank, og báðar dóu þær í Bergen-Belsen. Það sem gerir Dagbók Hélène Berr jafn magnaða og raun ber vitni er hvað stíllinn er fallegur og frásagnargáfan lifandi. Þótt verið sé að lýsa grimmd, sorg, nötrandi hræðslu og niðurlægingunni yfir að þurfa að bera gulu gyðingastjörnuna skín ást Hélène til ungra skjólstæðinga sinna alltaf í gegn og fegurð heimaborgar hennar, Parísar. Fyrst og fremst lýsir dagbókin samt ótrúlegum kjarki ungrar konu sem afhenti vinnukonunni skrifin sín með reglulegu millibili ef vera skyldi að hún sjálf yrði handtekin næst. Hélène Berr fannst mikilvægara að koma vitnisburði sínum undan en sjálfri sér, vitnisburði sem fær fólk nú 50 árum síðar til að falla í stafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Það gerist allt of sjaldan að bók heilli mann svo mikið að hún víkur ekki úr huganum löngu eftir að lestrinum er lokið. Nú fyrir jólin kom ein slík bók út, Dagbók Hélène Berr í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Hélène var frönsk gyðingastúlka, fædd árið 1921 í París og lagði stund á ensku við Sorbonne. Hélène hóf að skrifa dagbók árið 1942 og hélt því áfram til ársins 1944 en þá voru hún og foreldrar hennar flutt í þýskar fangabúðir. Í dagbókinni veitir Hélène dýrmæta innsýn í líf gyðinga í París á valdatíma Þjóðverja. Óttinn varð fljótt heimavanur hjá fjölskyldu hennar þótt allir hafi gert sitt besta til að leiða hann hjá sér og halda sínu striki. Hélène vílaði ekki fyrir sér að stofna ólögleg samtök sem reyndu að bjarga gyðingabörnum og eru lýsingar hennar á ástandi sumra þeirra mjög átakanlegar. Franskir gyðingar voru fangelsaðir hver á fætur öðrum og sögur tóku að berast um að börn væru notuð til að „fylla upp í" lestarklefana sem notaðir voru til flutninganna til Þýskalands. Hélène velti því fyrir sér hvort hryllingssögurnar sem hún heyrði gætu verið sannar, hvort svo mikil grimmd gæti fyrirfundist í heiminum og lesandinn stendur sig að því að kinka kolli. Hann veit betur en stúlkan þegar hún skrifaði bókina. Sjálf sagði Hélène vinkonu sinni að líklega yrði hún í síðustu ofnfyllinni og hafði næstum því rétt fyrir sér. Hún lést úr taugaveiki í Bergen-Belsen fáeinum dögum áður en bandamenn frelsuðu búðirnar. Hélène átti því eftir að finna á eigin skinni að sögurnar voru sannar. Aðeins leið mánuður á milli andláts hennar og annars dagbókaritara, Önnu Frank, og báðar dóu þær í Bergen-Belsen. Það sem gerir Dagbók Hélène Berr jafn magnaða og raun ber vitni er hvað stíllinn er fallegur og frásagnargáfan lifandi. Þótt verið sé að lýsa grimmd, sorg, nötrandi hræðslu og niðurlægingunni yfir að þurfa að bera gulu gyðingastjörnuna skín ást Hélène til ungra skjólstæðinga sinna alltaf í gegn og fegurð heimaborgar hennar, Parísar. Fyrst og fremst lýsir dagbókin samt ótrúlegum kjarki ungrar konu sem afhenti vinnukonunni skrifin sín með reglulegu millibili ef vera skyldi að hún sjálf yrði handtekin næst. Hélène Berr fannst mikilvægara að koma vitnisburði sínum undan en sjálfri sér, vitnisburði sem fær fólk nú 50 árum síðar til að falla í stafi.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun