Handbolti

Ólafur markahæstur í sigri Ciudad á Barcelona

Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson Nordic Photos/Getty Images

Ciudad Real tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta með 32-29 sigri á erkifjendum sínum í Barcelona í 4. riðli milliriðla keppninnar.

Ólafur Stefánsson var markahæstur í liði Ciudad Real með sex mörk þar af eitt úr vítakasti.

Þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni er Kiel í efsta sæti riðilsins með fullt hús, tíu stig, en Ciudad í öðru með 8 stig. Barcelona hefur aðeins tvö stig og danska liðið GOG er á botninum án stiga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×