Viðskipti innlent

Nýtt mat Moody´s hreyfði lítið við skuldatryggingarálaginu

Lækkun Moody´s á lánshæfismati ríkissjóðs í gærdag hreyfði lítið við skuldatryggingarálaginu á íslenska ríkinu samkvæmt bæði Credit Market Analysis (CMA) og Markit Itraxx vísitölunni.

Um leið og matið varð opinbert hækkaði skuldatryggingarálagið um 12 punkta hjá CMA eða úr rúmlega 344 og í 357 punkta. Þegar leið á daginn dró úr þessari hækkun og í gærkvöldi var álgið komið í 354 punkta.

Markit Itraxx vísitalan mældi enn minni breytingu innan dagsins í gær en samkvæmt henni hækkaði skuldatryggingarálagið um 1,5 punkt og stendur nú í tæpum 353 punktum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×