Fjöldi leikja í undankeppni EM 2010 fóru fram í kvöld. Lítið var þó um óvænt úrslit.
Svíar unnu fjögurra marka sigur á Svartfellingum á útivelli, 33-29. Svíar eru með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og fjögurra stiga forystu á bæði Rúmeníu og Svartfjallaland.
Pólverjar hafa byrjað illa í riðlinum og eru aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki.
Króatía vann sigur á grönnum sínum í Slóvakíu í fjórða riðli, 30-26, á útivelli. Króatar töpuðu fyrir Ungverjum í haust og eru því með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Þá unnu Þjóðverjar tveggja marka sigur á Hvíta-Rússlandi í Minsk, 25-23. Sigurinn var þó öruggari en tölurnar gefa til kynna en Þjóðverjar voru mest með átta marka forystu í síðari hálfleik, 20-12.
Þjóðverjar eru enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Hvít-Rússar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld.
Engin óvænt úrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn