Viðskipti innlent

Kaupendur ÍE velta 550 milljörðum í fjárfestingum

Fjárfestingarfélögin tvö sem standa á bakvið Saga Investments sem gert hefur kauptilboð í Íslenska erfðagreiningu (ÍE) velta samtals 4,5 milljörðum dollara eða rúmlega 550 milljörðum kr.

Félögin sem hér um ræðir Polaris Venture Partners og ARCH Venture Partners hafa nokkuð mismundandi fjárfestingarstefnu. Polaris, sem veltir 3 milljörðum dollara, fjárfestir meir almennt í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu en ARCH, sem veltir 1,5 milljarði dollara, einbeitir sér að fjárfestingum í fyrirtækjum á sviði vísinda og upplýsingatækni.

Á heimasíðu Polaris segir m.a. að félagið hafi umsjón með fjárfestingum í 90 fyrirtækjum á heimsvísu og er deCODE nefnt í hópi þeirra á síðunni. Fjárfestingarstefnan er að setja fé í fyrirtæki m.a. á sviði tækni, heilbrigðismála, netverslunnar, neytendavöru og viðskiptaþjónustu.

Á heimsíðu ARCH segir að félagið sé þekkt fyrir að taka vinnu vísindamanna við háskóla og rannsóknarstofnanir, þróa þá vinnu áfram og umbreyta yfir í fyrirtækjarekstur. Félagið hefur á þann hátt lagt áhættufé í yfir 120 fyrirtæki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×