Skilanefndir banka og kröfuhafar í uppnámi Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 05:00 Álfheiður Ingadóttir „Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar. Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
„Með frumvarpi um slitameðferð fjármálafyrirtækja er verið að setja greiðslustöðvun þeirra í lögformlegt ferli byggt á gjaldþrotaskiptalögum. Við höfum fengið álit við það og umsagnir og skoðum málið þegar það kemur aftur til okkar eftir aðra umræðu á Alþingi," segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis. Hún bendir á að núverandi gjaldþrotaskiptalög þyki ekki henta fjármálafyrirtækjum. Með frumvarpinu sé verið að setja fastan ramma um þrot þeirra og greiðslustöðvun. Álfheiður bendir þó á að mikilvægt sé að slíta ekki greiðslustöðvun gömlu bankanna. Fulltrúar erlendra kröfuhafa gömlu bankanna munu margir vera argir yfir frumvarpinu, ekki síst þeim hluta þess sem kveður á um að héraðsdómur skipi framvegis þriggja til fimm manna slitastjórn yfir fjármálafyrirtæki. Stjórnirnar eigi að starfa samhliða skilanefndum gömlu bankanna. Viðskiptanefnd hefur lagt til að verkefni skilanefnda færist yfir til slitastjórna á næstu sex mánuðum. Margir kröfuhafar hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en þeir telja núverandi skilanefndir ófærar um að semja um eignir gömlu bankanna þar sem frumvarpið takmarki umboð þeirra. Skilanefndir Kaupþings og Landsbankans hafa íhugað að segja upp af þessum sökum, samkvæmt heimildum Markaðarins. „Kröfuhafarnir eru sömuleiðis hræddir um að þau verðmæti sem fólgin eru í þekkingu og samböndum skilanefndanna fari forgörðum ef slitastjórnir taki við," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann segir skilanefnd Glitnis ekki hafa hótað uppsögn. Þó sé ljóst að hún muni stíga sjálfkrafa til hliðar taki slitastjórn við keflinu. „Það væri eðlilegast að hætta samstundis en manni rennur blóðið til skyldunnar," segir hann og bætir við að leitt yrði að sjá samninga sem skilanefndin hafi unnið sleitulaust að verða að engu, komi hnökrar á málið. Gerist það sé hætt við að kröfuhafar slíti samningum og taki eignirnar yfir. Þetta geti átt við eignir Glitnis í Noregi og Lúxemborg, að sögn Árna. Kröfuhafar gömlu bankanna frá Bretlandi og Hollandi funduðu með skilanefndum Glitnis og Landsbanka í síðustu viku. Í kjölfarið óskuðu þeir eftir fundi með viðskiptanefnd. Þar var fátt um svör og sendu kröfuhafar Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra bréf vegna málsins í kjölfarið. „Þetta var óheppilegt því nefndin var búin að skila málinu frá sér til Alþingis og er því ekki lengur með það. Sjónarmið kröfuhafa liggja þegar fyrir," segir Álfheiður og bætir við að málið verði skoðað þegar frumvarpið komi á ný inn á borð nefndarinnar.
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira