Lífið

Friends á hvíta tjaldið

Sívinsæl Krakkarnir í Friends eiga sér fastan aðdáendahóp.
Sívinsæl Krakkarnir í Friends eiga sér fastan aðdáendahóp.
Kvikmynd um ævintýri sexmenninganna Joey, Chandler, Monicu, Phoebe, Ross og Rachel verður framleidd innan tíðar. Þetta staðhæfir James Michael Tyler, sem fór með hlutverk Gunthers í Friends-þáttunum. „Myndin verður gerð. Ég er í góðu sambandi við fólkið og það eru allir spenntir," segir hann.

Velgengni Sex and the City-myndarinnar mun hafa sannfært peningamennina í Hollywood um að Friends-myndin muni ganga.

Fimm ár eru síðan síðasti þáttur Friends fór í loftið. Síðan hefur leikaraliðinu gengið misjafnlega að fóta sig, ekkert þeirra hefur að minnsta kosti náð að viðhalda þeim vinsældum sem þau nutu í Friends.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.