Skuldir Björgólfs jukust verulega 6. maí 2009 00:01 Björgólfur og húsið. Heimili Björgólfs Guðmundssonar hefur ávallt verið skráð á eiginkonu hans. Mynd/Samsett mynd Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengdum gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagnvart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarnar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Fréttablaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Persónulegar ábyrgðir Björgólfs Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, eru rúmlega átta milljörðum krónum hærri nú en í lok júní í fyrra. Skuldbindingar Björgólfs og félaga honum tengdum gagnvart Landsbankanum nema nú 58 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem hann sendi fjölmiðlum í fyrradag. Samkvæmt hálfsársuppgjöri bankans í fyrra námu lán og skuldbindingar gagnvart honum tæpum 49,8 milljörðum króna, um 40 milljörðum meira en í lok árs 2007. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun apríl og aftur í yfirlitinu frá í fyrradag eru skuldbindingarnar að nær öllu leyti tilkomnar vegna kaupa Björgólfs á helmingshlut Sunds í fjárfestingarfélaginu Gretti fyrir tveimur árum. Grettir átti 33 prósenta hlut í Eimskipi og rúm 28 prósent í Icelandic Group. Í yfirliti yfir eignastöðu bankaráðsformannsins fyrrverandi gekkst hann í persónulegar ábyrgðir til að treysta veð bankans og því falli allar skuldir Grettis á hann. Eignir hans á móti 58 milljarða króna skuld við bankann eru metnar á um tólf milljarða. Björgólfur sagðist áttavilltur í samtali við Fréttablaðið í gær og vissi ekki hverju hann muni halda eftir. Þar á meðal sé heimilið að Vesturbrún 22 í Reykjavík. Húsið, sem er 229 fermetrar auk 32 fermetra bílskúr, hefur ætíð verið skráð á eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson. Fasteignamat þess nemur 58 milljónum króna. - jab
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira