HM-samantekt: Pólverjar fóru illa með Dani Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2009 21:31 Danir máttu horfa upp á tap hjá sínum mönnum í dag. Nordic Photos / AFP Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. Fyrsta umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu fór fram í dag og urðu nokkur óvænt úrslit. Þó áttu fáir von á því að Danir myndu liggja flatir fyrir Pólverjum sem hafa átt fremur erfitt uppdráttar á mótinu til þessa. Þessi lið leika í milliriðli 2 en fyrr í dag í sama riðli gerðu heimsmeistarar Þjóðverja og Serbar jafntefli, 35-35. Úrslitin í milliriðli 1 voru meira eftir bókinni og Frakkar og Króatar enn með fullt hús stiga þar. Fyrst að Frakkar unnu öruggan sigur á Svíum í dag er ljóst að þessi tvö lið eru í algjörum sérflokki í þeim riðli og nánast örugg með að komast í undanúrslit mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins en tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit mótsins. Milliriðill 1: Úrslit: Slóvakía - Suður-Kórea 23-20 Frakkland - Svíþjóð 28-21 Ungverjaland - Króatía 22-27 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Svíþjóð 2 (-5) Ungverjaland 1 (-10) Suður-Kórea 0 (-10) Frakkar hreinlega slátruðu Svíum á fyrsta korteri leiksins og kláruðu leikinn í lausagangi eftir það. Frakkar komu sér í níu marka forystu, 13-4, og var þá strax ljóst að Svíar ættu enga möguleika gegn hinum geysisterku Ólympíumeisturum. Króatar unnu að sama skapi nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í dag, 27-22. Þess lið geta bæði tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að ná sér í stig á morgun. Ungverjar og Suður-Kóreumenn eiga enga möguleika lengur að ná í undanúrslitin. Það verður því að teljast afar, afar líklegt að Frakkar og Króatar tryggi sig áfram á morgun og að leikur liðanna á þriðjudag verði í raun hálf þýðingarlaus. Næstu leikir: Svíþjóð - Ungverjaland Suður-Kórea - Frakkland Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Makedónía - Noregur 27-29 Þýskaland - Serbía 35-35 Pólland - Danmörk 32-28 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Serbía 3 (0) Noregur 2 (-3) Pólland 2 (-4) Makedónía 2 (-11) Ólíkt fyrri milliriðlinum er þessi riðill galopinn. Þjóðverjar eru í bestu stöðunni þrátt fyrir að heimsmeistararnir gerðu óvænt jafntefli við Serba í dag. Ljóst er að sigur á Norðmönnum mun fara langt með að tryggja Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. En Norðmenn minntu á sig í dag með sigri á Makedóníu og eiga því enn, ásamt Pólverjum og Makedónum, einhverja möguleika á því að koma sér í undanúrslitin. Tap Dana í dag var þeim væntanlega mjög sárt en þeir fara langt með tryggja sig í undanúrslitin með sigri á Makedónum á morgun. En miðað við gengi liðanna hingað til á mótinu er ómögulegt að spá fyrir framhaldinu. Næstu leikir: Serbía - Pólland Noregur - Þýskaland Danmörk - Makedónía Handbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
Pólverjar gerðu sér lítið fyrir í dag og unnu Evrópumeistara Dana, 32-28, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 20-12. Fyrsta umferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu fór fram í dag og urðu nokkur óvænt úrslit. Þó áttu fáir von á því að Danir myndu liggja flatir fyrir Pólverjum sem hafa átt fremur erfitt uppdráttar á mótinu til þessa. Þessi lið leika í milliriðli 2 en fyrr í dag í sama riðli gerðu heimsmeistarar Þjóðverja og Serbar jafntefli, 35-35. Úrslitin í milliriðli 1 voru meira eftir bókinni og Frakkar og Króatar enn með fullt hús stiga þar. Fyrst að Frakkar unnu öruggan sigur á Svíum í dag er ljóst að þessi tvö lið eru í algjörum sérflokki í þeim riðli og nánast örugg með að komast í undanúrslit mótsins. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins en tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast áfram í undanúrslit mótsins. Milliriðill 1: Úrslit: Slóvakía - Suður-Kórea 23-20 Frakkland - Svíþjóð 28-21 Ungverjaland - Króatía 22-27 Staðan: Frakkland 6 stig (+21 í markatölu) Króatía 6 (+10) Slóvakía 3 (-6) Svíþjóð 2 (-5) Ungverjaland 1 (-10) Suður-Kórea 0 (-10) Frakkar hreinlega slátruðu Svíum á fyrsta korteri leiksins og kláruðu leikinn í lausagangi eftir það. Frakkar komu sér í níu marka forystu, 13-4, og var þá strax ljóst að Svíar ættu enga möguleika gegn hinum geysisterku Ólympíumeisturum. Króatar unnu að sama skapi nokkuð öruggan sigur á Ungverjum í dag, 27-22. Þess lið geta bæði tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins með því að ná sér í stig á morgun. Ungverjar og Suður-Kóreumenn eiga enga möguleika lengur að ná í undanúrslitin. Það verður því að teljast afar, afar líklegt að Frakkar og Króatar tryggi sig áfram á morgun og að leikur liðanna á þriðjudag verði í raun hálf þýðingarlaus. Næstu leikir: Svíþjóð - Ungverjaland Suður-Kórea - Frakkland Króatía - Slóvakía Milliriðill 2: Úrslit: Makedónía - Noregur 27-29 Þýskaland - Serbía 35-35 Pólland - Danmörk 32-28 Staðan: Þýskaland 5 stig (+17 í markatölu) Danmörk 4 (+1) Serbía 3 (0) Noregur 2 (-3) Pólland 2 (-4) Makedónía 2 (-11) Ólíkt fyrri milliriðlinum er þessi riðill galopinn. Þjóðverjar eru í bestu stöðunni þrátt fyrir að heimsmeistararnir gerðu óvænt jafntefli við Serba í dag. Ljóst er að sigur á Norðmönnum mun fara langt með að tryggja Þjóðverjum sæti í undanúrslitunum. En Norðmenn minntu á sig í dag með sigri á Makedóníu og eiga því enn, ásamt Pólverjum og Makedónum, einhverja möguleika á því að koma sér í undanúrslitin. Tap Dana í dag var þeim væntanlega mjög sárt en þeir fara langt með tryggja sig í undanúrslitin með sigri á Makedónum á morgun. En miðað við gengi liðanna hingað til á mótinu er ómögulegt að spá fyrir framhaldinu. Næstu leikir: Serbía - Pólland Noregur - Þýskaland Danmörk - Makedónía
Handbolti Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira