Ristir grunnt Þorsteinn Pálsson skrifar 5. febrúar 2009 06:00 Búsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi og stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Í öllum stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk. Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess vanda sem þjóðin stendur nú andspænis. Að vísu er villandi að tala um valdahlutföll milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Grundvöllur þingræðisreglunnar er sá að meirihluti Alþingis á hverjum tíma er einráður um framkvæmdavaldið. Vandinn er sá að stjórnarandstaðan hefur lengi verið í veikri stöðu gagnvart meirihlutanum á Alþingi. Sterk tök Alþingis á framkvæmdavaldinu hafa vissulega gert minna úr aðhaldshlutverki þingsins. Ein af gömlum venjum framkvæmdavaldsmeirihlutans á Alþingi er að kjósa forseta Alþingis úr sínum röðum. Þetta var sterklega gagnrýnt í búsáhaldabyltingunni. Því hefur verið haldið fram að þessi skipan auðveldi framkvæmdavaldsmeirihlutanum að keyra mál í gegnum þingið án þess að stjórnarandstaðan geti veitt nauðsynlegt aðhald. Satt best að segja er nokkuð til í því. Í þessu ljósi vekur það nokkra athygli að nýi framkvæmdavaldsmeirihlutinn á Alþingi ákvað að víkja þingforsetanum, sem kjörinn var til loka kjörtímabilsins, frá til að koma eigin manni að. Ólíklegt er að umræða síðustu vikna hafi ekki náð eyrum þeirra sem þessu réðu. En af þessu má draga þá ályktun að hún hafi ekki rist djúpt í hugum þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur gengið lengra en aðrir flokkar í umræðu um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds. Af þeim sökum kemur nokkuð á óvart að hann skuli í kjölfar umræðunnar taka þátt í þingforsetakjöri framkvæmdavaldsins nú. Þetta bendir einnig til að Framsóknarflokkurinn hafi í reynd tekið meiri ábyrgð á ríkisstjórninni en að verja hana falli og taka afstöðu til einstakra mála eftir efni þeirra. Hvalveiðimálið er annað dæmi um að nýju framkvæmdavaldshafarnir virðast ekki hafa tekið til sín að virða beri þingræðisregluna betur en gert var í tíð gömlu valdhafanna. Í því máli liggur fyrir ályktun Alþingis og skýr meirihluti á sitjandi þingi. Eigi að síður sendir nýr sjávarútvegsráðherra út viðvörun um að ekki sé sjálfgefið að framkvæmdavaldið ætli að virða þingræðið. Fáum blandast lengur hugur um nauðsyn þess að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Ein af stóru spurningunum sem þar þarf að glíma við er gleggri aðgreining valdþáttanna. Önnur stór spurning lýtur að því einu hvernig á að standa að breytingum á stjórnarskránni. Ekki er fullkomlega ljóst hvaða stjórnarskrárbreytingar ríkisstjórnin ætlar að setja fram og afgreiða fyrir vorið. Sumar þeirra geta verið einfaldar. Aðrar eru flóknar og geta haft mikil efnahagsleg áhrif og kalla á yfirvegað mat og ítarlega umræðu. Af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar að dæma sýnast áform hennar vera þau að keyra stjórnarskrárbreytingar í gegnum þingið án þess að horfa til þessarar aðgreiningar. Það lýsir takmörkuðum skilningi á hlutverki Alþingis og gildi þess að minnihlutinn geti veitt stjórnarmeirihlutanum eðlilegt aðhald. Búsáhaldabyltingin leiddi til stjórnarskipta. Hún sýnist á hinn bóginn ekki hafa haft teljandi áhrif á hugarheim framkvæmdavaldshafanna þó að þar sitji nú nýtt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Búsáhaldabyltingin ýfði nokkuð umræðuna um Alþingi og stöðu þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Í öllum stjórnmálaflokkum endurómuðu þau viðhorf að staða framkvæmdavaldsins gagnvart Alþingi væri of sterk. Ýmsir töldu að þar mætti jafnvel finna rætur þess vanda sem þjóðin stendur nú andspænis. Að vísu er villandi að tala um valdahlutföll milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Grundvöllur þingræðisreglunnar er sá að meirihluti Alþingis á hverjum tíma er einráður um framkvæmdavaldið. Vandinn er sá að stjórnarandstaðan hefur lengi verið í veikri stöðu gagnvart meirihlutanum á Alþingi. Sterk tök Alþingis á framkvæmdavaldinu hafa vissulega gert minna úr aðhaldshlutverki þingsins. Ein af gömlum venjum framkvæmdavaldsmeirihlutans á Alþingi er að kjósa forseta Alþingis úr sínum röðum. Þetta var sterklega gagnrýnt í búsáhaldabyltingunni. Því hefur verið haldið fram að þessi skipan auðveldi framkvæmdavaldsmeirihlutanum að keyra mál í gegnum þingið án þess að stjórnarandstaðan geti veitt nauðsynlegt aðhald. Satt best að segja er nokkuð til í því. Í þessu ljósi vekur það nokkra athygli að nýi framkvæmdavaldsmeirihlutinn á Alþingi ákvað að víkja þingforsetanum, sem kjörinn var til loka kjörtímabilsins, frá til að koma eigin manni að. Ólíklegt er að umræða síðustu vikna hafi ekki náð eyrum þeirra sem þessu réðu. En af þessu má draga þá ályktun að hún hafi ekki rist djúpt í hugum þeirra. Framsóknarflokkurinn hefur gengið lengra en aðrir flokkar í umræðu um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds. Af þeim sökum kemur nokkuð á óvart að hann skuli í kjölfar umræðunnar taka þátt í þingforsetakjöri framkvæmdavaldsins nú. Þetta bendir einnig til að Framsóknarflokkurinn hafi í reynd tekið meiri ábyrgð á ríkisstjórninni en að verja hana falli og taka afstöðu til einstakra mála eftir efni þeirra. Hvalveiðimálið er annað dæmi um að nýju framkvæmdavaldshafarnir virðast ekki hafa tekið til sín að virða beri þingræðisregluna betur en gert var í tíð gömlu valdhafanna. Í því máli liggur fyrir ályktun Alþingis og skýr meirihluti á sitjandi þingi. Eigi að síður sendir nýr sjávarútvegsráðherra út viðvörun um að ekki sé sjálfgefið að framkvæmdavaldið ætli að virða þingræðið. Fáum blandast lengur hugur um nauðsyn þess að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Ein af stóru spurningunum sem þar þarf að glíma við er gleggri aðgreining valdþáttanna. Önnur stór spurning lýtur að því einu hvernig á að standa að breytingum á stjórnarskránni. Ekki er fullkomlega ljóst hvaða stjórnarskrárbreytingar ríkisstjórnin ætlar að setja fram og afgreiða fyrir vorið. Sumar þeirra geta verið einfaldar. Aðrar eru flóknar og geta haft mikil efnahagsleg áhrif og kalla á yfirvegað mat og ítarlega umræðu. Af yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar að dæma sýnast áform hennar vera þau að keyra stjórnarskrárbreytingar í gegnum þingið án þess að horfa til þessarar aðgreiningar. Það lýsir takmörkuðum skilningi á hlutverki Alþingis og gildi þess að minnihlutinn geti veitt stjórnarmeirihlutanum eðlilegt aðhald. Búsáhaldabyltingin leiddi til stjórnarskipta. Hún sýnist á hinn bóginn ekki hafa haft teljandi áhrif á hugarheim framkvæmdavaldshafanna þó að þar sitji nú nýtt fólk.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun