Innlent

Seðlabankinn mismunar við afgreiðslu á gjaldeyri

Seðlabanki Íslands mismunar einstaklingum og fyrirtækjum við afgreiðslu á gjaldeyri, fullyrðir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem segir að menn virðist geta fengið undanþágur ef þeir eiga góða vini á réttum stöðum.

Samtök atvinnulífsins hafa talað mjög fyrir afnámi gjaldeyrishafta sem sett voru á eftir bankahrunið. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að í byrjun hafi gjaldeyrishöftin verið mjög víðtæk, en smám saman hafi þau þrengst og það hafi valdið því að jafnræðis var ekki lengur gætt. Hann kveður erlenda fjárfesta kvarta mjög undan þessu fyrirkomulagi og ekki sé sama Jón og séra Jón þegar kemur að afgreiðslu umsókna um gjaldeyri.

„Menn þurfa gjarnan að fá undanþágu og ef þeir eiga góða vini á réttum stöðum þá er hægt að ræða um þau mál sem sýnir nú hvað þessi gjaldeyrishöft eru skrítin og vitlaus og þurfa að hverfa," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins.

Sama segir hann að gildi um innlenda atvinnurekendur og greinilega megi ráða af samtölum við einstaklinga í atvinnulífinu að lagt sé einhvers konar mat á hvert og eitt mál.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.