HM: Danir í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2009 18:06 Michael Knudsen og Sebastian Preiss takast á í leiknum. Nordic Photos / AFP Danir tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu eftir sigur á Þjóðverjum, 27-25. Leikurinn var jafn allan tímann og æsispennandi. En það voru Danirnir sem reyndust sterkari á lokamínútunum. Staðan í hálfleik var 14-14. Bæði lið fengu möguleika í upphafi leiks til að koma sér í myndarlega forystu en misnotuðu þá. Leikurinn var því afar jafn og spennandi en Þjóðverjar hefðu getað komist í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks er staðan var 14-13. En í stað þess að skora úr sinni síðustu sókn misstu þeir boltann til Dana sem fengu aukakast skömmu áður en fyrri hálfleikur rann út. Lasse Boesen gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu og jafnaði þar með metin. Síðari hálfleikur var áfram í járnum en Danir voru þó oftar með frumkvæðið. Þeir komust í tveggja marka forystu, 24-22, þegar sex mínútur voru eftir en Þjóðverjum tókst þó að jafna metin, 24-24. Þegar Þjóðverjar jöfnuðu aftur metin, 25-25, virtist sem svo að þeir ætluðu að snúa leiknum sér í hag. Lars Kaufmann jafnaði með sínu sjötta marki en hann átti öfluga innkomu í stað Pascal Hans sem kom ekkert við sögu í seinni hálfleik vegna meiðsla. Þar að auki fiskaði hann mann af velli. Þarna voru þrjár mínútur eftir en þrátt fyrir að vera manni færri tókst Dönum að hanga í sókn í tæpar tvær mínútur, fiska Þjóðverja út af og skora svo í þokkabót. Klavs Bruun Jörgensen var þar að verki. Hinn magnaði markvörður Dana, Kasper Hvidt, varði svo frá Torsten Jansen í næstu sókn og Mikkel Hansen skoraði svo síðasta mark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Danir eru þar með öruggir í undanúrslitin en Þjóðverjar þurfa að bíða eftir úrslitum úr leik Póllands og Noregs til að sjá hvort þeir komist áfram. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Danir tryggðu sér í dag sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu eftir sigur á Þjóðverjum, 27-25. Leikurinn var jafn allan tímann og æsispennandi. En það voru Danirnir sem reyndust sterkari á lokamínútunum. Staðan í hálfleik var 14-14. Bæði lið fengu möguleika í upphafi leiks til að koma sér í myndarlega forystu en misnotuðu þá. Leikurinn var því afar jafn og spennandi en Þjóðverjar hefðu getað komist í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks er staðan var 14-13. En í stað þess að skora úr sinni síðustu sókn misstu þeir boltann til Dana sem fengu aukakast skömmu áður en fyrri hálfleikur rann út. Lasse Boesen gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu og jafnaði þar með metin. Síðari hálfleikur var áfram í járnum en Danir voru þó oftar með frumkvæðið. Þeir komust í tveggja marka forystu, 24-22, þegar sex mínútur voru eftir en Þjóðverjum tókst þó að jafna metin, 24-24. Þegar Þjóðverjar jöfnuðu aftur metin, 25-25, virtist sem svo að þeir ætluðu að snúa leiknum sér í hag. Lars Kaufmann jafnaði með sínu sjötta marki en hann átti öfluga innkomu í stað Pascal Hans sem kom ekkert við sögu í seinni hálfleik vegna meiðsla. Þar að auki fiskaði hann mann af velli. Þarna voru þrjár mínútur eftir en þrátt fyrir að vera manni færri tókst Dönum að hanga í sókn í tæpar tvær mínútur, fiska Þjóðverja út af og skora svo í þokkabót. Klavs Bruun Jörgensen var þar að verki. Hinn magnaði markvörður Dana, Kasper Hvidt, varði svo frá Torsten Jansen í næstu sókn og Mikkel Hansen skoraði svo síðasta mark leiksins þegar skammt var til leiksloka. Danir eru þar með öruggir í undanúrslitin en Þjóðverjar þurfa að bíða eftir úrslitum úr leik Póllands og Noregs til að sjá hvort þeir komist áfram.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn