HM-samantekt: Óvænt tap Norðmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2009 23:45 Serbar voru í stríðshug í kvöld að sögn norskra fjölmiðla enda í erfiðri stöðu fyrir leikinn og þurftu nauðsynlega á sigri að halda. Nordic Photos / AFP Norðmenn naga sig í handarbökin í kvöld eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Serbíu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Króatíu. Norðmenn eru þó komnir áfram í milliriðlakeppnina en verða nú að treysta á hagstæð úrslit í lokaumferðinni á morgun til að taka með sér stig upp úr riðlinum. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Frakkland, Ungverjaland, Króatía, Svíþjóð, Þýskaland, Pólland og Danmörk eru einnig komin áfram í milliriðlakeppnina og ræðst það á morgun hvaða lið fylgja þeim. Spánverjar eru í erfiðum málum eftir tíu marka tap fyrir heimamönnum í dag og eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn Suður-Kóreu á morgun um sæti í millriðlakeppninni. En það er ljóst að þó svo að Spánverjar kæmust áfram verða þeir í milliriðlakeppninni án stiga.A-riðill:Úrslit: Ástralía - Rúmenía 20-40 Ungverjaland - Argentína 31-20 Slóvakía - Frakkland 26-35Staðan: Frakkland 8 stig (+57 í markatölu) Ungverjaland 7 (+38) Slóvakía 5 (+28) Rúmenía 4 (+11) Argentína 0 (-24) Ástralía 0 (-110) Ólymíumeistarar Frakka hafa haft það fremur náðugt í riðlakeppninni en mæta sterkasta andstæðingnum í riðlinum, Ungverjalandi, á morgun í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Leikurinn skiptir miklu máli þar sem liðin sem komast áfram í milliriðlakeppnina taka með sér stigin áfram sem þau unnu sér inn gegn hinum liðunum sem einnig komust áfram. Ungverjaland tryggði sér sæti í milliriðlakeppninni með öruggum sigri á Argentínu sem er stigalaust, rétt eins og Ástralía. Rúmenía og Slóvakía eru í baráttu um þriðja og síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í milliriðlakeppninni og mætast í lokaumferðinni á morgun. Slóvakíu dugir jafntefli en getur með sigri náð Ungverjum að stigum, svo lengi sem að Frakkar vinna Ungverja. Þar sem Ungverjar og Slóvakar gerðu jafntefli í sínum leik ræðst það á markatölu hvort liðið lendir í öðru sæti ef liðin verða jöfn að stigum. Þar standa Ungverjar betur að vígi en hindrunin er þó ekki óyfirstíganleg fyrir Slóvaka - það myndi þó fyrst og fremst ráðast af því hversu stór sigur Frakka á Ungverjum yrði.Leikir í lokaumferð: Argentína - Ástralía Slóvakía - Rúmenía Frakkland - UngverjalandB-riðill:Úrslit: Kúba - Suður-Kórea 26-31 Svíþjóð - Kúvæt 30-19 Spánn - Króatía 22-32Staðan: Króatía 8 stig (+51 í markatölu) Svíþjóð 8 (+48) Spánn 4 (+41) Suður-Kórea 4 (+13) Kúvæt 0 (-75) Kúba 0 (-78) Heimamenn í Króatíu unnu afar öflugan tíu marka sigur á Spánverjum sem virðast ekki upp á sitt besta í mótinu. Þeir töpuðu einnig fyrir Svíum og eiga á morgun hreinan úrslitaleik gegn Suður-Kóreu um hvort liðið kemst áfram í milliriðilinn. Spánverjum dugir þó jafntefli en ljóst er að það lið sem fer áfram fer þangað stigalaust. Hins vegar eru Króatar og Svíar enn með fullt hús stiga og mætast því í lokaumferðinni á morgun. Króatar eru með betra markahlutfall og dugir því jafnteflið.Leikir í lokaumferð: Kúvæt - Kúba Spánn - Suður-Kórea Króatía - SvíþjóðC-riðill:Úrslit: Alsír - Rússland 28-29 Makedónía - Þýskaland 23-33 Pólland - Túnis 31-27Staðan: Þýskaland 7 stig (+24 í markatölu) Pólland 6 (+22) Rússland 5 (+4) Makedónía 4 (+3) Túnis 2 (-10) Alsír 0 (-43) Íslandsbanarnir í Makedóníu fengu tíu marka skell gegn heimsmeisturum Þjóðverja í dag og eiga á morgun hreinan úrslitaleik gegn Rússum á morgun um hvort liðið kemst áfram í milliriðlakeppnina. Makedónía á þó enn góðan möguleika að ná öðru sætinu í riðlinum þar sem liðið getur jafnað Pólland að stigum. Makedónía vann óvænt innbyrðisviðureign liðanna og hafnar því í öðru sæti ef liðið vinnur Rússa á morgun og Pólland tapar fyrir Þýskalandi. Þýskaland og Pólland munu mætast í lokaumferðinni á morgun í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Pólverjar unnu fjögurra marka sigur á Túnis í dag og tryggðu sér um leið sæti í milliriðlakeppninni, rétt eins og Þjóðverjar. Rússar tefla hins vegar á tæpasta vaði en dugar þó jafntefli gegn Makedóníu á morgun. Rússland vann nauman sigur á botnliði Alsír í dag, 28-29, þar sem markvörðurinn Kostygov var bjargvættur Rússa er hann varði tvö skot á síðustu mínútu leiksins.Leikir í lokaumferð: Makedónía - Rússland Þýskaland - Pólland Túnis - AlsírD-riðill:Úrslit: Sádí-Arabía - Brasilía 24-26 Noregur - Serbía 26-27 Egyptaland - Danmörk 17-26Staðan: Danmörk 8 stig (+42 í markatölu) Noregur 6 (+43) Brasilía 4 (-27) Serbía 4 (+6) Egyptaland 2 (-19) Sádí-Arabía 0 (-45) Norðmenn fóru illa að ráði sínu í dag er þeir töpuðu fyrir Serbum, 27-26. Norðmenn eru þrátt fyrir það öruggir áfram í millriðlakeppnina en verða að vinna Dani í dag til þess að vera öruggir með að fara með einhver stig með sér upp úr riðlinum. Fyrir tveimur dögum töpuðu Serbar afar óvænt fyrir Brasilíu og var því stillt upp við vegg í dag. Marko Vujin var hetja Serba í dag en hann skoraði sex af síðustu sjö mörkum sinna manna í leiknum og kom sínum mönnum í 27-25 þegar skammt var til leiksloka. Miðað við leikina í lokaumferðinni eru góðar líkur á því að Noregur, Serbía og Brasilía verða öll með sex stig að riðlakeppninni lokinni. Aðeins tvær þeirra þjóða komast áfram í milliriðlakeppnina og ræðst það á árangri í innbyrðisviðureignum. Ef sú staða kemur upp munu Norðmenn verða í öðru sæti riðilsins, Serbar í því þriðja og Brasilíumenn fjórða. Brasilía verður því að vinna sinn leik og treysta á að annað hvort Noregur nái stigi gegn Danmörku eða að Serbíu mistakist að vinna Sádí-Arabíu til þess að komast áfram. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir Norðmenn að tapa fyrir Serbum í dag því eftir góða byrjun voru þeir farnir að gæla við að fara í millriðlakeppnina með minnst tvö stig. Það gæti þó enn hafist. Ef þeir ná til að mynda jafntefli gegn Dönum á morgun og Brasilía vinnur sinn leik, fara Norðmenn með þrjú stig í milliriðilinn - fjögur ef þeir vinna Dani (og Brasilía vinnur sinn leik)Leikir í lokaumferð: Serbía - Sádí-Arabía Egyptaland - Brasilía Danmörk - Noregur Handbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Norðmenn naga sig í handarbökin í kvöld eftir að þeir töpuðu óvænt fyrir Serbíu á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Króatíu. Norðmenn eru þó komnir áfram í milliriðlakeppnina en verða nú að treysta á hagstæð úrslit í lokaumferðinni á morgun til að taka með sér stig upp úr riðlinum. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins. 24 lið eru mætt til leiks í Króatíu og keppa í fjórum sex liða riðlum. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðla og taka með sér stigin sem þau fengu gegn öðrum liðum sem einnig komust áfram upp úr riðlinum. Frakkland, Ungverjaland, Króatía, Svíþjóð, Þýskaland, Pólland og Danmörk eru einnig komin áfram í milliriðlakeppnina og ræðst það á morgun hvaða lið fylgja þeim. Spánverjar eru í erfiðum málum eftir tíu marka tap fyrir heimamönnum í dag og eiga fyrir höndum hreinan úrslitaleik gegn Suður-Kóreu á morgun um sæti í millriðlakeppninni. En það er ljóst að þó svo að Spánverjar kæmust áfram verða þeir í milliriðlakeppninni án stiga.A-riðill:Úrslit: Ástralía - Rúmenía 20-40 Ungverjaland - Argentína 31-20 Slóvakía - Frakkland 26-35Staðan: Frakkland 8 stig (+57 í markatölu) Ungverjaland 7 (+38) Slóvakía 5 (+28) Rúmenía 4 (+11) Argentína 0 (-24) Ástralía 0 (-110) Ólymíumeistarar Frakka hafa haft það fremur náðugt í riðlakeppninni en mæta sterkasta andstæðingnum í riðlinum, Ungverjalandi, á morgun í hreinum úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Leikurinn skiptir miklu máli þar sem liðin sem komast áfram í milliriðlakeppnina taka með sér stigin áfram sem þau unnu sér inn gegn hinum liðunum sem einnig komust áfram. Ungverjaland tryggði sér sæti í milliriðlakeppninni með öruggum sigri á Argentínu sem er stigalaust, rétt eins og Ástralía. Rúmenía og Slóvakía eru í baráttu um þriðja og síðasta sætið sem veitir þátttökurétt í milliriðlakeppninni og mætast í lokaumferðinni á morgun. Slóvakíu dugir jafntefli en getur með sigri náð Ungverjum að stigum, svo lengi sem að Frakkar vinna Ungverja. Þar sem Ungverjar og Slóvakar gerðu jafntefli í sínum leik ræðst það á markatölu hvort liðið lendir í öðru sæti ef liðin verða jöfn að stigum. Þar standa Ungverjar betur að vígi en hindrunin er þó ekki óyfirstíganleg fyrir Slóvaka - það myndi þó fyrst og fremst ráðast af því hversu stór sigur Frakka á Ungverjum yrði.Leikir í lokaumferð: Argentína - Ástralía Slóvakía - Rúmenía Frakkland - UngverjalandB-riðill:Úrslit: Kúba - Suður-Kórea 26-31 Svíþjóð - Kúvæt 30-19 Spánn - Króatía 22-32Staðan: Króatía 8 stig (+51 í markatölu) Svíþjóð 8 (+48) Spánn 4 (+41) Suður-Kórea 4 (+13) Kúvæt 0 (-75) Kúba 0 (-78) Heimamenn í Króatíu unnu afar öflugan tíu marka sigur á Spánverjum sem virðast ekki upp á sitt besta í mótinu. Þeir töpuðu einnig fyrir Svíum og eiga á morgun hreinan úrslitaleik gegn Suður-Kóreu um hvort liðið kemst áfram í milliriðilinn. Spánverjum dugir þó jafntefli en ljóst er að það lið sem fer áfram fer þangað stigalaust. Hins vegar eru Króatar og Svíar enn með fullt hús stiga og mætast því í lokaumferðinni á morgun. Króatar eru með betra markahlutfall og dugir því jafnteflið.Leikir í lokaumferð: Kúvæt - Kúba Spánn - Suður-Kórea Króatía - SvíþjóðC-riðill:Úrslit: Alsír - Rússland 28-29 Makedónía - Þýskaland 23-33 Pólland - Túnis 31-27Staðan: Þýskaland 7 stig (+24 í markatölu) Pólland 6 (+22) Rússland 5 (+4) Makedónía 4 (+3) Túnis 2 (-10) Alsír 0 (-43) Íslandsbanarnir í Makedóníu fengu tíu marka skell gegn heimsmeisturum Þjóðverja í dag og eiga á morgun hreinan úrslitaleik gegn Rússum á morgun um hvort liðið kemst áfram í milliriðlakeppnina. Makedónía á þó enn góðan möguleika að ná öðru sætinu í riðlinum þar sem liðið getur jafnað Pólland að stigum. Makedónía vann óvænt innbyrðisviðureign liðanna og hafnar því í öðru sæti ef liðið vinnur Rússa á morgun og Pólland tapar fyrir Þýskalandi. Þýskaland og Pólland munu mætast í lokaumferðinni á morgun í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins. Pólverjar unnu fjögurra marka sigur á Túnis í dag og tryggðu sér um leið sæti í milliriðlakeppninni, rétt eins og Þjóðverjar. Rússar tefla hins vegar á tæpasta vaði en dugar þó jafntefli gegn Makedóníu á morgun. Rússland vann nauman sigur á botnliði Alsír í dag, 28-29, þar sem markvörðurinn Kostygov var bjargvættur Rússa er hann varði tvö skot á síðustu mínútu leiksins.Leikir í lokaumferð: Makedónía - Rússland Þýskaland - Pólland Túnis - AlsírD-riðill:Úrslit: Sádí-Arabía - Brasilía 24-26 Noregur - Serbía 26-27 Egyptaland - Danmörk 17-26Staðan: Danmörk 8 stig (+42 í markatölu) Noregur 6 (+43) Brasilía 4 (-27) Serbía 4 (+6) Egyptaland 2 (-19) Sádí-Arabía 0 (-45) Norðmenn fóru illa að ráði sínu í dag er þeir töpuðu fyrir Serbum, 27-26. Norðmenn eru þrátt fyrir það öruggir áfram í millriðlakeppnina en verða að vinna Dani í dag til þess að vera öruggir með að fara með einhver stig með sér upp úr riðlinum. Fyrir tveimur dögum töpuðu Serbar afar óvænt fyrir Brasilíu og var því stillt upp við vegg í dag. Marko Vujin var hetja Serba í dag en hann skoraði sex af síðustu sjö mörkum sinna manna í leiknum og kom sínum mönnum í 27-25 þegar skammt var til leiksloka. Miðað við leikina í lokaumferðinni eru góðar líkur á því að Noregur, Serbía og Brasilía verða öll með sex stig að riðlakeppninni lokinni. Aðeins tvær þeirra þjóða komast áfram í milliriðlakeppnina og ræðst það á árangri í innbyrðisviðureignum. Ef sú staða kemur upp munu Norðmenn verða í öðru sæti riðilsins, Serbar í því þriðja og Brasilíumenn fjórða. Brasilía verður því að vinna sinn leik og treysta á að annað hvort Noregur nái stigi gegn Danmörku eða að Serbíu mistakist að vinna Sádí-Arabíu til þess að komast áfram. Það voru gríðarleg vonbrigði fyrir Norðmenn að tapa fyrir Serbum í dag því eftir góða byrjun voru þeir farnir að gæla við að fara í millriðlakeppnina með minnst tvö stig. Það gæti þó enn hafist. Ef þeir ná til að mynda jafntefli gegn Dönum á morgun og Brasilía vinnur sinn leik, fara Norðmenn með þrjú stig í milliriðilinn - fjögur ef þeir vinna Dani (og Brasilía vinnur sinn leik)Leikir í lokaumferð: Serbía - Sádí-Arabía Egyptaland - Brasilía Danmörk - Noregur
Handbolti Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira