Viðskipti innlent

Fitch segir lánshæfiseinkunn háða niðurstöðu í Icesave

Paul Rawkins, framkvæmdastjóri hjá matsfyrirtækinu Fitch Rating í London segir að ný lánshæfiseinkunn fyrir ríkissjóð Íslands sé m.a. háð því að niðurstaða fáist í Icesavemálinu og að endurreisn bankanna komi til framkvæmda.

Eins og fram hefur komið í fréttum er töluverð hætta talin á því að lánshæfiseinkunn Íslands verði felld niður um eitt stig í einkunn C sem almennt gengur undir nafninu rusl eða „junk" á alþjóðamörkuðum. Sem stendur er einkunnin BBB- með neikvæðum horfum.

Rætt verður ítarlega um þessi mál við Rawkins í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×