Viðskipti innlent

Kröfur í þrotabú Fons nema 40 milljörðum

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson.

Launakröfur í þrotabú Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, nema um þrjátíu milljónum króna. Heildarkröfur í búið nema hins vegar tæpum fjörutíu milljörðum. Óskar Sigurðsson skiptastjóri þrotabúsins staðfesti þetta í samtali við Fréttastofu í dag.

Stærsti kröfuhafinn er Glitnir með um tuttugu og fjögurra milljarða króna kröfu, en þar á eftir koma Landsbankinn með fjögurra milljarða kröfu, Nýja Kaupþing með tveggja milljarða kröfu og gamli Landsbankinn með þrettán hundruð milljóna króna kröfu. Óvíst er hvort eitthvað fáist upp í kröfurnar, en launakröfunar eru í forgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×