Viðskipti innlent

Landsbankinn fellir niður uppgreiðslugjald af íbúðalánum

Landsbankinn mun fella niður uppgreiðslugjald allra íbúðalána um óákveðinn tíma. Landsbankinn vill með þessum aðgerðum mæta óskum viðskiptavina sem vilja greiða niður lán sín hraðar.

Í tilkynningu segir að niðurfærsla uppgreiðslugjalds mun einnig létta undir í fasteignaviðskiptum þar sem aðilar þurfa að greiða niður lán að hluta eða fullu.

Landsbankinn býður upp á fjölda lausna til að endurskipuleggja fjármál heimilanna. Meðal úrlausna sem viðskiptavinir geta nýtt sér er að endurfjármagna lán í erlendri mynt með óverðtryggu láni í íslenskum krónum.

Bankinn hvetur viðskiptavini til að hafa samband til að kanna hvaða leiðir eru færar til að endurskipuleggja fjármálin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×