Viðskipti innlent

Alfesca hækkar eitt í Kauphöllinni

Xavier Govare, forstjóri Alfesca.
Xavier Govare, forstjóri Alfesca. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Alfesca, hefur hækkað um 1,28 prósent það sem af er dags. Þetta er eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, fallið um 6,65 prósent, Bakkavarar um 3,63 prósent og Eimskips um 2,4 prósent.

Þá hefur gengi bréfa í Straumi lækkað um 1,77 prósent, Marel Food Systems lækkað um 1,23 prósent og Össurar um 0,63 prósent.

Úrvalsvísitalan, OMXI15, hefur lækkað um 0,55 prósent og stendur hún í 313 stigum.

Viðskipti hafa verið með rólegasta móti á þessum síðasta viðskiptadegi vikunnar. Þau eru 31 talsins upp á 27,2 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×