Innlent

Tveir ölvaðir ökumenn gistu fangageymslur á Selfossi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir menn voru handteknir á Selfossi í nótt eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Báðir enduðu þeir ökuferðir sínar með því að aka á.

Í fyrra tilfellinu, um klukkan fjögur í nótt, ók maður á kerru en kerran fór svo á kyrrstæða bifreið og skemmdi hana. Um sjöleytið var svo tilkynnt um mann sem ók á kyrrstæða bifreið.

Hinir ölvuðu ökumenn voru báðir látnir gista fangageymslur og verða skýrslur teknar af þeim í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×