Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 Framtíðarsýn sparisjóðanna kynnt. Gísli Jafetsson og Guðjón Guðmundsson segja mikilvægt að tryggja tilvist sparisjóða landsins. Mynd/GVA „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið. Markaðir Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira