Innlent

Gullbergið fékk troll í skrúfuna

Gullberg VE292 frá Vestmannaeyjum fékk troll í skrúfuna þegar skipið var að veiðum um 150 sjómílur suðvestur af landinu. Skipið var á karfaveiðum en það er í eigu Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. Annað skip útgerðarinnar, Jón Vídalín VE82 er nú með Gullbergið í togi og á leið til hafnar í Vestmannaeyjum og er skipverjum engin hætta búin. Búist er við skipunum um kvöldmatarleytið en allar aðstæður eru góðar og rjómablíða.

Verðið á karfa hefur að sögn talsmanns Vinnslustöðvarinnar verið mjög gott upp á síðkastið og því er um nokkurt tjón að ræða fyrir útgerðina. Vel hefur borið í veiði hjá skipunum og veður verið með besta móti. Stefnt er að því að skipin haldi út á sömu mið þann 2. janúar næstkomandi.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×