Robinson vann troðslukeppnina - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 11:48 Nate Robinson treður hér yfir Dwight Howard í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins. NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins.
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira