Tíðindi úr tómarúminu Gerður Kristný skrifar 6. júlí 2009 00:01 Í ágúst árið 1988 fór ég á tónleika með Michael Jackson í Montpellier í Suður-Frakklandi. Ég fór með hollenskri vinkonu sem var vön að fara á stórtónleika og krafðist þess að við træðumst fremst. Það tók vissulega á að standa jafnlengi í sömu sporunum í sumarhitanum og þurfa síðan að afplána upphitunarbandið, sem mér er engin leið að muna hvert var. Biðin var samt vel þess virði. Michael Jackson var eðallistamaður og það var ævintýralegt að sjá hann á jafnstuttu færi. Hann stökk fimur um sviðið í allt of stuttum buxum og greip reglulega í klof sér eins og eitthvað væri að losna. Síðustu árin hefur flest sem Michael Jackson tók sér fyrir hendur þótt skrítið. Þegar hann fór í fegrunaraðgerð var það til að fylla upp í tómarúm. Þegar hin franska Orlane fer í fegrunaraðgerðir er það list. Þegar Michael fór í búðir var það líka til að fylla upp í tómarúmið. Aldrei heyrðist það orðalag notað um sálarlíf íslenskra auðmanna þótt þeir hafi jafnvel keypt sér heilu skíðabrekkurnar og haft fólk á launum við að velja púðana í stofusófann. Þegar Michael varð sér úti um leigumóður var það líka hálfankannalegt en þegar leikaraparið Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick gerðu slíkt hið sama þótti það fullkomlega eðlilegt og allur heimurinn gladdist með þeim yfir tvíburunum. Fyrrverandi eiginkona Michaels Jackson, Lisa Marie Presley, lét hafa eftir sér að hann hefði alltaf vitað að hann dæi ungur. Það sama átti við ekki ómerkari menn en Alexander mikla og Jesú Krist. Michael Jackson fyllir upp í hugmyndir okkar um hvernig hæfileikarík stórmenni eiga að sigla yfir í hina víkina, ungar, einar og óhamingjusamar. Saga Michaels Jackson minnir á Kistuna fljúgandi eftir H.C. Andersen um unga manninn sem er „eyðslusamur slæpingi" og á enga vini „þegar hann átti ekki lengur neina peninga". Einhver verður þó til að senda honum kistu sem getur flogið. Hann verður ríkur og vinsæll á nýjan leik en það stendur stutt yfir. Kistan brennur til ösku og ungi maðurinn hefur ekkert annað sér til viðurværis en að segja sögur. Kannski er það rétt sem stendur í gömlum bókum, að hóf sé best, en af því spryttu harla fáar sögur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun
Í ágúst árið 1988 fór ég á tónleika með Michael Jackson í Montpellier í Suður-Frakklandi. Ég fór með hollenskri vinkonu sem var vön að fara á stórtónleika og krafðist þess að við træðumst fremst. Það tók vissulega á að standa jafnlengi í sömu sporunum í sumarhitanum og þurfa síðan að afplána upphitunarbandið, sem mér er engin leið að muna hvert var. Biðin var samt vel þess virði. Michael Jackson var eðallistamaður og það var ævintýralegt að sjá hann á jafnstuttu færi. Hann stökk fimur um sviðið í allt of stuttum buxum og greip reglulega í klof sér eins og eitthvað væri að losna. Síðustu árin hefur flest sem Michael Jackson tók sér fyrir hendur þótt skrítið. Þegar hann fór í fegrunaraðgerð var það til að fylla upp í tómarúm. Þegar hin franska Orlane fer í fegrunaraðgerðir er það list. Þegar Michael fór í búðir var það líka til að fylla upp í tómarúmið. Aldrei heyrðist það orðalag notað um sálarlíf íslenskra auðmanna þótt þeir hafi jafnvel keypt sér heilu skíðabrekkurnar og haft fólk á launum við að velja púðana í stofusófann. Þegar Michael varð sér úti um leigumóður var það líka hálfankannalegt en þegar leikaraparið Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick gerðu slíkt hið sama þótti það fullkomlega eðlilegt og allur heimurinn gladdist með þeim yfir tvíburunum. Fyrrverandi eiginkona Michaels Jackson, Lisa Marie Presley, lét hafa eftir sér að hann hefði alltaf vitað að hann dæi ungur. Það sama átti við ekki ómerkari menn en Alexander mikla og Jesú Krist. Michael Jackson fyllir upp í hugmyndir okkar um hvernig hæfileikarík stórmenni eiga að sigla yfir í hina víkina, ungar, einar og óhamingjusamar. Saga Michaels Jackson minnir á Kistuna fljúgandi eftir H.C. Andersen um unga manninn sem er „eyðslusamur slæpingi" og á enga vini „þegar hann átti ekki lengur neina peninga". Einhver verður þó til að senda honum kistu sem getur flogið. Hann verður ríkur og vinsæll á nýjan leik en það stendur stutt yfir. Kistan brennur til ösku og ungi maðurinn hefur ekkert annað sér til viðurværis en að segja sögur. Kannski er það rétt sem stendur í gömlum bókum, að hóf sé best, en af því spryttu harla fáar sögur.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun