Viðskipti innlent

Magma Energy skráð á markað í dag

Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy sem hyggst kaupa rúmlega tíu prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy verður skráð á markað í Toronto í Kanada í dag.

Kaup og sala á félaginu hefst þá á morgun. Um hundrað hluthafar eru nú í félaginu en búast má við að þeim fjölgi töluvert.

Líkur eru taldar á að einhverjir Íslendingar hyggist kaupa hluti í félaginu en ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.

Ásgeir Margeirsson forstjóri Geysis Green Energy segir að sér sé ekki kunnugt um neina tengingu Íslendinga við Magma og enginn innan Geysis hyggist kaupa hlut í félaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×