Viðskipti innlent

Aðgangur að lánsfé er lausnin á bankakreppunni

Svein Harald Öygard seðlabankastjóri segir að lausnin á bankakreppunni hérlendis sé aðallega spurning um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi um endurreisn bankanna sem haldinn var í dag.

Fram kom í máli seðlabankastjóra að fjölda aðgerða væri þörf. Nefndi hann endurreisn á sterku innlendu bankakerfi sem tæki mið af því besta í greininni og hann lagði sérstaka áherslu á „góða stjórnunarhætti" hvað þetta varðar.

Þá segir seðlabankastjóri að opna þyrfti útibú alþjóðlegra stofnana og bjóða lánafyrirgreiðslu. Jafnframt þyrfti að koma hér á kerfi fyrir beina fjárfestingu erlendra aðila í stórum og meðalstórum fyrirtækjum.

Í umtali sínu um stöðuna fyrir hrun segir Svein Harald að hátt skuldahlutfall fyrirtækja fyrir hrun bankanna, hátt hlutfall erlends gjaldeyris og síðar mikil lækkun þess, hrun hlutabréfamarkaðar og samdráttur hefðu leitt til rýrnunar á efnahagsreikningum bankanna.

Hvað varðar lánasöfn bankanna væri hátt hlutfall vanskila meðal fasteigna- og eignarhaldsfélaga en þau mynda stærstan hluta af söfnunum. Lánsöfn í sjávarútvegsfyrirtækjum og framleiðslu væru með lægra hlutfall vanskila.

Sumar atvinnugreinar sjá fram á bata en aðrar munu áfram skila tapa. Tekur Svein Harald að þörf sé á sérsniðnum aðgerðum fyrir hverja atvinnugrein fyrir sig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×