Innlent

Liður í að vinna aftur traust

Vilhjálmur Egilsson
Vilhjálmur Egilsson

„Þessi niðurstaða gefur tilefni til þess að menn fari núna að vinna að því að ná eins hagstæðum samningum við Evrópusambandið og hægt er, og það eru allra hagsmunir að gera það,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur segir að niðurstaðan á Alþingi í gær komi strax til með að hafa einhver áhrif. Ýmsar erlendar þjóðir hafi verið að bíða eftir að við kvæðum upp úr í málinu. „Margir hafa litið á þetta sem einn lið í okkar starfi til að endurvinna traust erlendis,“ segir Vilhjálmur. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×