Viðskipti innlent

Gengi bréfa Eimskipafélagsins fellur um 45 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 45 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Engin viðskiptavaki er með bréf félagsins, viðskipti stöpul og sveiflast þau því mjög.

Gengi bréfa í félaginu stendur nú í 55 aurum á hlut en fyrir ári stóð það í 14,3 krónum á hlut.

Önnur hreyfing er ekki á hlutabréfamarkaði það sem af er dags.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,21 prósent og stendur hún nú í 261 stigi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×