Innlent

Hækkun stýrivaxta hugsanleg

Ákvörðun um að halda stýrivöxtum óbreyttum við síðasta vaxtaákvörðunardag var samhljóða meðal nefndarmanna peningastefnunefndar.

Þetta kemur fram í greinargerð nefndarinnar sem birt var í gær. Í nefndinnir var rætt hvort halda bæri stýrivöxtum óbreyttum eða hækka þá lítils háttar.

Í greinargerðinni segir að sumir nefndarmenn hafi talið þörf á nokkru peningalegu aðhaldi til að viðhalda verðgildi krónunnar.

Þeir höfðu áhyggjur af því að aukin verðbólga kynni að grafa undan tiltrú manna á peningastefnunni og krónunni. Í greinargerð peningastefnunefndarinnar segir jafnframt að stýrivextir mættu ekki lækka of mikið meðan á hjöðnun verðbólgu stæði. - bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×