Viðskipti innlent

WSJ: Yucaipa bara á höttunum eftir frystigeymslu Eimskips

Blaðið The Wall Street Journal (WSJ) fjallar um kaup eignarhaldsfélagsins Yucaipa á 32% hlut í nýju Eimskipi og segir að þar sé félagið bara á höttunum eftir kæli- og frystigeymslunum Versacold Atlas í Kanada með þessum kaupum.

Sem kunnugt er af fréttum fær Yucaipa í sinn hlut 49% eignaraðild í Versacold Atlas og þar að auki kauprétt á þeim 51% sem eftir standa. Í staðinn setur Yucaipa 15 milljónir evra, eða tæpa 2,7 milljarða ásamt eftirgjöf af tölurverðu af skuldum.

„ Yucaipa hefur yfirtekið 120 milljón evra lán ABN Amro sem hvíldi á Eimskip, sem undanfara að yfirtöku á Versacold Atlas," segir í tilkynningunni frá Eimskip frá því í gær um málið.

WSJ gerir þau orð Gylfa Sigfússonar forstjóra Eimskips að umtalsefni að aðkoma erlends fjárfestis að Eimskip sé mikilvægt skref í rétt átt fyrir efnahag Íslands og sýni að erlendir fjárfestar vilji styðja við bakið á endurreisn atvinnulífsins hér.

WSJ segir að hér sé Gylfi að gera úlfalda úr mýflugu. Samkvæmt mati WSJ á fyrrgreindri tilkynningu sé Yucaipa nær eingöngu á höttunum eftir Versacold Atlas og hafi verið tilbúið til að leggja nokkuð á sig til að ná því.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×