Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans 8. apríl 2009 04:00 Frá síðustu vaxtaákvörðun „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká Markaðir Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
„Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká
Markaðir Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur