Viðskipti innlent

OECD: Endurreisn bankanna er forgangsatriði

Í nýrri skýrslu OECD, Efnahags- og framfarastofnunnar Evrópu um efnahagsmál í heiminum segir hvað Ísland varðar að endurreisn bankakerfis landsins sé algert forgangsatriði svo bankarnir geti farið að veita lán, einkum til fyrirtækja.

Þá kemur fram í skýrslunni að efnahagur landsins muni halda áfram að dragast saman þar til á miðju næsta ári. Þá ætti efnahagurinn að byrja að vaxa að nýju, einkum með fjárfestingum í orku- og stóriðjugeiranum.

OECD áætlar að atvinnuleysið á Íslandi muni nema 9,9% á þessu ári en að verðbólgan muni minnka verulega fram að áramótum.

Hvað efnahaginn í heild varðar gerir OECD ráð fyrir að hallinn á fjárlögum ríkisins muni nema 7,2% á næsta ári en er nokkuð minna en á þessu ári Þar sem hallinn verður 10,7% að mati OECD.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×