HM: Hrikalegt klúður Norðmanna - Pólverjar í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2009 20:40 Bartosz Jurecki er hér kominn í gegnum vörn Norðmanna. Nordic Photos / AFP Norðmenn gáfu frá sér sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu þar sem Pólverjar skoruðu gjörsamlega ótrúlegt sigurmark. Leiknum lauk með 31-30 sigri Pólverja. Norðmenn voru í lykilstöðu þegar tvær mínútur voru eftir. Staðan 30-28, Noregi í vil og þeir í sókn. Þá misstu Norðmenn bolta og Mariusz Jurasik minnkaði muninn með marki úr hraðaupphlaupi. Slawomir Szmal, markvörður Pólverja, varði svo frá Frank Löke í næstu sókn Norðmanna og aftur skoraði Pólland úr hraðaupphlaupi og jafnaði þar með leikinn, 30-30. Rafal Glinski var þar að verki. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir stilltu Norðmenn upp í sókn. Jafntefli hefði dugað hvorugu liðinu þar sem þá hefðu Þjóðverjar farið áfram. Norðmenn þurftu því að skora og settu því inn sjöunda manninn í sóknina og skildu markið eftir autt. Það var einmitt sjöundi maðurinn í norsku sókninni sem reyndi afleita línusendingu á Frank Löke og gaf Pólverjum boltann. Artur Siodmiak skoruði í autt markið frá eigin vallarhelmingi og leiktíminn rann út. Þar með var sigurinn þeirra og sæti í undanúrslitunum. Hreint ótrúleg atburðarrás í leiknum sem hafði verið í járnum allan tímann. Staðan í hálfleik var 14-14 en Norðmenn náðu frumkvæðinu í leiknum þegar tólf mínútur voru eftir og þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Frumkvæðinu héldu þeir allt þar til á lokasekúndunum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá Pólverjum en sorg Norðmanna var mikil. Skiljanlega. Karol Bielecki skoraði fimm mörk fyrir Pólverja en Kristian Kjelling átta fyrir Noreg. Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira
Norðmenn gáfu frá sér sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu þar sem Pólverjar skoruðu gjörsamlega ótrúlegt sigurmark. Leiknum lauk með 31-30 sigri Pólverja. Norðmenn voru í lykilstöðu þegar tvær mínútur voru eftir. Staðan 30-28, Noregi í vil og þeir í sókn. Þá misstu Norðmenn bolta og Mariusz Jurasik minnkaði muninn með marki úr hraðaupphlaupi. Slawomir Szmal, markvörður Pólverja, varði svo frá Frank Löke í næstu sókn Norðmanna og aftur skoraði Pólland úr hraðaupphlaupi og jafnaði þar með leikinn, 30-30. Rafal Glinski var þar að verki. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir stilltu Norðmenn upp í sókn. Jafntefli hefði dugað hvorugu liðinu þar sem þá hefðu Þjóðverjar farið áfram. Norðmenn þurftu því að skora og settu því inn sjöunda manninn í sóknina og skildu markið eftir autt. Það var einmitt sjöundi maðurinn í norsku sókninni sem reyndi afleita línusendingu á Frank Löke og gaf Pólverjum boltann. Artur Siodmiak skoruði í autt markið frá eigin vallarhelmingi og leiktíminn rann út. Þar með var sigurinn þeirra og sæti í undanúrslitunum. Hreint ótrúleg atburðarrás í leiknum sem hafði verið í járnum allan tímann. Staðan í hálfleik var 14-14 en Norðmenn náðu frumkvæðinu í leiknum þegar tólf mínútur voru eftir og þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Frumkvæðinu héldu þeir allt þar til á lokasekúndunum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá Pólverjum en sorg Norðmanna var mikil. Skiljanlega. Karol Bielecki skoraði fimm mörk fyrir Pólverja en Kristian Kjelling átta fyrir Noreg.
Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Sjá meira