NBA í nótt: Enn tapar New Jersey Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 09:00 Devin Harris og Lawrence Frank, þjálfari New Jersey, í leiknum í nótt. Mynd/AP New Jersey tapaði í nótt sínum fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni og hefur því enn ekki unnið einn einasta leik á tímabilinu til þessa. New Jersey tapaði í nótt fyrir Denver á útivelli, 101-87, og vantar nú aðeins þrjá tapleiki til að jafna „árangur "Miami Heat frá 1988 og LA Clippers frá 1999 sem bæði töpuðu þá fyrstu sautján leikjum tímabilsins. Það er versta byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. New Jersey byrjaði þó ágætlega í leiknum í nótt og komst yfir í upphafi fyrsta leikhluta. Það var þó fljótt að breytast og sigldi Denver fljótlega fram úr og gerði svo út um leikinn í þriðja leikhluta. Denver skoraði alls 60 stig í vítateignum, 29 stig úr hraðaupphlaupum og New Jersey tapaði alls 23 boltum í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver og Nene kom næstur með sautján og níu fráköst. Hjá New Jersey voru Rafer Alston og Devin Harris stigahæstir með nítján stig hvor. Terrenc Williams skoraði fjórtán stig. Alston var eini byrjunarliðsmaðurinn sem komst yfir tíu stig í leiknum. Toronto vann Indiana, 123-112, og tapaði Indiana þar með sínum fjórða leik í röð. Chris Bosh var með sextán stig og tólf fráköst fyrir Toronto. Þetta var tólfta tvöfalda tvennan hans í síðustu fimmtán leikjum. Washington vann Philadelphia, 108-107. Antawn Jamison var með 32 stig og fjórtán fráköst fyrir Washington en eigandi liðsins, Abe Pollin, lést í gær, fáeinum klukkustundum fyrir leikinn. Nick Young skoraði 20 stig en Caron Butler gat ekki spilað vegna meiðsla. Oklahoma City vann Utah, 104-94. Kevin Durant skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Jeff Green var með nítján stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Golden State vann Dallas, 111-103. Monta Ellis skoraði 37 stig og Anthony Morrow bætti við 27. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og tíu fráköst. LA Lakers vann New York, 100-90. Kobe Bryant skoraði 34 stig og Pau Gasol ellefu auk þess sem hann tók sextán fráköst. Ron Artest var með sautján stig. NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
New Jersey tapaði í nótt sínum fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni og hefur því enn ekki unnið einn einasta leik á tímabilinu til þessa. New Jersey tapaði í nótt fyrir Denver á útivelli, 101-87, og vantar nú aðeins þrjá tapleiki til að jafna „árangur "Miami Heat frá 1988 og LA Clippers frá 1999 sem bæði töpuðu þá fyrstu sautján leikjum tímabilsins. Það er versta byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. New Jersey byrjaði þó ágætlega í leiknum í nótt og komst yfir í upphafi fyrsta leikhluta. Það var þó fljótt að breytast og sigldi Denver fljótlega fram úr og gerði svo út um leikinn í þriðja leikhluta. Denver skoraði alls 60 stig í vítateignum, 29 stig úr hraðaupphlaupum og New Jersey tapaði alls 23 boltum í leiknum. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver og Nene kom næstur með sautján og níu fráköst. Hjá New Jersey voru Rafer Alston og Devin Harris stigahæstir með nítján stig hvor. Terrenc Williams skoraði fjórtán stig. Alston var eini byrjunarliðsmaðurinn sem komst yfir tíu stig í leiknum. Toronto vann Indiana, 123-112, og tapaði Indiana þar með sínum fjórða leik í röð. Chris Bosh var með sextán stig og tólf fráköst fyrir Toronto. Þetta var tólfta tvöfalda tvennan hans í síðustu fimmtán leikjum. Washington vann Philadelphia, 108-107. Antawn Jamison var með 32 stig og fjórtán fráköst fyrir Washington en eigandi liðsins, Abe Pollin, lést í gær, fáeinum klukkustundum fyrir leikinn. Nick Young skoraði 20 stig en Caron Butler gat ekki spilað vegna meiðsla. Oklahoma City vann Utah, 104-94. Kevin Durant skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Jeff Green var með nítján stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Golden State vann Dallas, 111-103. Monta Ellis skoraði 37 stig og Anthony Morrow bætti við 27. Dirk Nowitzky var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig og tíu fráköst. LA Lakers vann New York, 100-90. Kobe Bryant skoraði 34 stig og Pau Gasol ellefu auk þess sem hann tók sextán fráköst. Ron Artest var með sautján stig.
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira