Stúkumennirnir Bergsteinn Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn." „Er þetta bakarí eða eitthvað svoleiðis?" „Nei, þetta er hérna svona sko veitingastaður. Í Rauða hverfinu." „Ókei, það útskýrir þetta kampavín á reikningnum." „Það sko var ekki handa mér, ég drekk ekki einu sinni kampavín. Það voru þarna þrjár stelpur, greinilega ógeðslega fátækar því þær áttu ekki einu sinni fyrir fötum, og þær spurðu hvort ég gæti ekki boðið þeim í glas. Ég eiginlega kunni ekki við að segja nei." „Já, þarna er þér rétt lýst, Pálmi minn, þú hefur alltaf verið ákaflega brjóstgóður maður. En svo er hér fullt af einhverjum öðrum færslum sem ég botna lítið í." „Já, hvað heldurðu að hafi gerst, kortinu var ábyggilega bara stolið." „Hvað ertu að segja? Geta menn ekki einu sinni gengið um Rauða hverfið án þess að vera féflettir? Vissu þeir að þú ert forkólfur í æskulýðsstarfi? Og skiluðu þeir kortinu svo aftur?" „Ja, ég hef bara ábyggilega sofnað eða eitthvað." „Sofnað? Ja hérna, er svona helvíti mikið álag á þér, kallinn? Ég gerði mér ekki grein fyrir því. Úr því þarf að bæta. En skratti hafa þeir náð að strauja kortið á ekki lengri tíma. Ekki nema von að þeir séu svona flinkir í úrverkinu." „Já, svissneska skipulagið, þeim er ekki fisjað saman. En Geir, heldurðu að það verði einhver eftirmál af þessu?" „Pálmi minn, ég er búinn að þekkja þig síðan við vorum litlir. Ég hef spilað fótbolta með þér og veit að þú ert algjörlega flekklaus." „Takk, Geir. Þú ert æði. En hvað heldurðu að þau hin í stjórninni segi?" „Pálmi minn, það er nú alveg óþarfi að vera að íþyngja þeim með svona leiðindum. Þetta gerist á bestu bæjum. Ég er hér með búinn að taka á málinu. En það er reyndar eitt í viðbót. Stúkan sem við erum að byggja í Laugardalnum, ég sé ekki betur en að hún sé komin um 300 milljónir fram úr áætlunum. Veistu eitthvað um það?" „Sko, Geir, ég kíkti hérna aðeins á veitingahús í Kópavogi um daginn og þú trúir ekki í hverju ég lenti…" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn." „Er þetta bakarí eða eitthvað svoleiðis?" „Nei, þetta er hérna svona sko veitingastaður. Í Rauða hverfinu." „Ókei, það útskýrir þetta kampavín á reikningnum." „Það sko var ekki handa mér, ég drekk ekki einu sinni kampavín. Það voru þarna þrjár stelpur, greinilega ógeðslega fátækar því þær áttu ekki einu sinni fyrir fötum, og þær spurðu hvort ég gæti ekki boðið þeim í glas. Ég eiginlega kunni ekki við að segja nei." „Já, þarna er þér rétt lýst, Pálmi minn, þú hefur alltaf verið ákaflega brjóstgóður maður. En svo er hér fullt af einhverjum öðrum færslum sem ég botna lítið í." „Já, hvað heldurðu að hafi gerst, kortinu var ábyggilega bara stolið." „Hvað ertu að segja? Geta menn ekki einu sinni gengið um Rauða hverfið án þess að vera féflettir? Vissu þeir að þú ert forkólfur í æskulýðsstarfi? Og skiluðu þeir kortinu svo aftur?" „Ja, ég hef bara ábyggilega sofnað eða eitthvað." „Sofnað? Ja hérna, er svona helvíti mikið álag á þér, kallinn? Ég gerði mér ekki grein fyrir því. Úr því þarf að bæta. En skratti hafa þeir náð að strauja kortið á ekki lengri tíma. Ekki nema von að þeir séu svona flinkir í úrverkinu." „Já, svissneska skipulagið, þeim er ekki fisjað saman. En Geir, heldurðu að það verði einhver eftirmál af þessu?" „Pálmi minn, ég er búinn að þekkja þig síðan við vorum litlir. Ég hef spilað fótbolta með þér og veit að þú ert algjörlega flekklaus." „Takk, Geir. Þú ert æði. En hvað heldurðu að þau hin í stjórninni segi?" „Pálmi minn, það er nú alveg óþarfi að vera að íþyngja þeim með svona leiðindum. Þetta gerist á bestu bæjum. Ég er hér með búinn að taka á málinu. En það er reyndar eitt í viðbót. Stúkan sem við erum að byggja í Laugardalnum, ég sé ekki betur en að hún sé komin um 300 milljónir fram úr áætlunum. Veistu eitthvað um það?" „Sko, Geir, ég kíkti hérna aðeins á veitingahús í Kópavogi um daginn og þú trúir ekki í hverju ég lenti…"
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun