Flutti til Rússlands rétt fyrir kyrrsetningu Valur Grettisson skrifar 30. apríl 2009 12:35 Magnús Þorsteinsson, flutti til Rússlands stuttu áður en Straumur krafðist gjaldþrots. Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni er sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tólfhundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar. Það var svo árið 2007 sem Magnús keypti BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna. Lögfræðingur Magnúsar, Benedikt Ólafsson, hélt því fram í héraðsdómi í morgun að bankinn hefði gert samkomulag við Magnús um að hann þyrfti ekki að borga peninginn, þrátt fyrir sjálfskuldaábyrgðina. Hann segist hafa undir höndum tölvupósta milli Magnúsar við stjórnanda bankans sem staðfesti þetta. Svo virðist sem ábyrgð Magnúsar upp á tæpan milljarð hafi verið málamyndunargjörningur. Sjálfur telur lögmaður Magnúsar að krafan sé óréttmæt. Krafa lögmanns Straums Burðarás var sú að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar. Þá kom í ljós að það er að öllum líkindum of seint því hann flutti lögheimili sitt til Rússlands. Sjálfur hélt Gísli því fram í héraði að það hefði hann gert örstuttu áður en málið var tekið fyrir. Þess má geta að fyrrum eigandi fjárfestingabankans Straums var Björgólfur Thor Björgólfsson auk föður hans Björgólfs Björgólfssonar. Magnús og Björgólfarnir högnuðust gríðarlega úti í Rússlandi á tíunda áratugnum þegar þeir keyptu og ráku saman bjórverksmiðju. Niðurstaða dómara um kyrrsetningu eigna Magnúsar og hvort bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta, mun liggja fyrir á mánudaginn. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Auðmaðurinnn Magnús Þorsteinsson færði lögheimili sitt til Rússlands stuttu áður en gjaldþrotamál Straums Burðarás gegn honum var tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Það var lögfræðingur sóknaraðila, Gísli Guðni Hall sem benti á þetta í aðalmeðferð málsins sem fór fram í morgun. Ástæðan fyrir gjaldþrotakröfunni er sú að fjárfestingafélagið BOM ehf tók tólfhundruð milljón króna lán til þess að kaupa hlut í Icelandic Group. Lánið var veitt árið 2005. Upprunalegir lántakendur voru þeir Baldur Guðnason og Steingrímur H. Pétursson, eigendur Sjafnar. Það var svo árið 2007 sem Magnús keypti BOM og skrifaði undir sjálfskuldarábyrg upp á 930 milljónir króna. Lögfræðingur Magnúsar, Benedikt Ólafsson, hélt því fram í héraðsdómi í morgun að bankinn hefði gert samkomulag við Magnús um að hann þyrfti ekki að borga peninginn, þrátt fyrir sjálfskuldaábyrgðina. Hann segist hafa undir höndum tölvupósta milli Magnúsar við stjórnanda bankans sem staðfesti þetta. Svo virðist sem ábyrgð Magnúsar upp á tæpan milljarð hafi verið málamyndunargjörningur. Sjálfur telur lögmaður Magnúsar að krafan sé óréttmæt. Krafa lögmanns Straums Burðarás var sú að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar. Þá kom í ljós að það er að öllum líkindum of seint því hann flutti lögheimili sitt til Rússlands. Sjálfur hélt Gísli því fram í héraði að það hefði hann gert örstuttu áður en málið var tekið fyrir. Þess má geta að fyrrum eigandi fjárfestingabankans Straums var Björgólfur Thor Björgólfsson auk föður hans Björgólfs Björgólfssonar. Magnús og Björgólfarnir högnuðust gríðarlega úti í Rússlandi á tíunda áratugnum þegar þeir keyptu og ráku saman bjórverksmiðju. Niðurstaða dómara um kyrrsetningu eigna Magnúsar og hvort bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta, mun liggja fyrir á mánudaginn.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent