Innlent

Þrjú innbrot í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þrjú innbrot voru framin í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Brotist var inn í Apple umboðið á Laugavegi og þaðan var stolið þremur dýrum tölvum og ein tölva eyðilögð. Þá var brotist inn í íbúðarhúsnæði á tveimur stöðum.

Lögreglan fékk sextán útköll vegna hávaða í heimahúsum og stöðvaði sex ökumenn vegna ölvunar við akstur og einn ökumann vegna lyfjaaksturs.

Lögreglan segir að töluverður fjöldi hafi verið í miðbæ Reykjavíkur enda hafi verið hlýtt í veðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×