Viðskipti erlent

Hertoginn af York opnaði Banque Havilland

Andrew prins, Hertoginn af York, opnaði Banque Havilland formlega í Lúxemborg í dag. Bankinn hét áður Kaupthing Bank Luxembourg en Rowland fjölaskyldan festi kaup á honum eftir endurskipulagingu starfseminnar í kjölfar bankahrunsins s.l. haust.

 

Í tilkynningu frá Banque Havilland segir Jonathan Rowland að hann telji bankann spennandi tækifæri. „Rekstur bankans mun verða íhaldssamur eins og ætíð hefur verið hjá upp á borðinu hjá fjölskyldunni," segir Rowland.

 

Magnús Guðmundsson forstjóri Banque Havilland þakkaði öllum þeim sem komu að lausninni fyrir þetta fyrrum dótturfélag Kaupþings og hann þakkaði Rowland fjölskyldunni sérstaklega fyrir að hafa fjárfest í bankanum.

 

Andrew prins ávarpaði einnig gesti en hann er sérstakur sendifulltrúi bresku alþjóðaviðskipta- og fjárfestingastofnunarinnar. „Ég fagna því frumkvæði breskrar fjölskyldu að taka áhættu af því að fjárfesta utan Bretlands," segir Andrew. Hertoginn lét þess einnig getið að hann hafi áður hitt og unnið með Rowland fjölskyldunni vegna stöðu sinnar.

 

Meðal gesta við opnun bankans má nefna fjármálaráðherra Lúxemborgar, sendiherra Breta í Lúxemborg og Stefán Hauk Jóhannesson sendiherra Íslands í Belgíu.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×