Handbolti

Guðjón Valur með sjö í sigri Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Bongarts

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sjö mörk, þar af fimm úr vítum, er Rhein-Neckar Löwen vann góðan sigur á Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Lokatölur leiksins voru 31-26 eftir að Slóvenarnir höfðu yfirhöndina í hálfleik, 16-15.

Sigurinn þýðir að Rhein-Neckar Löwen er nú með sex stig í öðru sæti riðilsins þegar liðið á einn leik eftir. Croatia Zagreb kemur tveimur stigum á eftir en á leik til góða.

Chambery er nánast öruggt áfram enda með fullt hús stiga eftir fjóra leiki í efsta sæti riðilsins.

FC Kaupmannahöfn er hins vegar endanlega úr leik í Meistaradeildinni eftir að liðið tapaði fyrir Medvedi Chekov í Rússlandi, 37-34. FCK er stigalaust á botni 1. riðils en Medvedi í öðru sæti riðilsins með sex stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×