Handbolti

Ola Lindgren tekur við Rhein-Neckar Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lindgren mun þjálfa Guðjón Val og Ólaf Stefánsson næsta sumar.
Lindgren mun þjálfa Guðjón Val og Ólaf Stefánsson næsta sumar. Nordic Photos/Getty Images

Svíinn Ola Lindgren mun taka við þjálfun Rhein-Neckar Löwen næsta sumar en Lindgren hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska félagið.

Guðjón Valur Sigurðsson leikur með félaginu og Ólafur Stefánsson gengur í raðir þess í sumar.

Lindgren er ráðinn í stað Noka Serdarusic sem átti að taka við liðinu í sumar en Löwen hætti við að fá hann í sínar raðir þegar nafn Serdarusic flæktist í spillingarmálin sem tröllríða öllu í handboltanum þessa dagana.

Lindgren hefur þjálfað lið Nordhorn undanfarin ár með fínum árangri og er núverandi landsliðsþjálfari Svía ásamt Staffan Olsson.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×