Innlent

Ráðist á öryggisvörð í 10-11

Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson

Tveir þjófar réðust á öryggisvörð í verslun 10-11 við Engihjalla í Kópavogi um klukkan hálffjögur í nótt og veittu honum áverka. Hann stóð þá að þjófnaði en þeir brugðust ókvæða við, slógu hann niður og spörkuðu í höfuðið á honum. Síðan lögðu þeir á flótta og komust undan á bíl. Lögregla leitar þeirrra. Öryggisvörðurinn þurfti að leita aðhlynningar á slysadeild en er ekki alvarlega meiddur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×