Viðskipti innlent

Magnús enn forstjóri

Magnús Gunnarsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var ekki meðal þeirra 60 starfsmanna bankans sem sagt var upp á föstudaginn. Magnús var einn helsti samstarfsmaður Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns gamla Kaupþings.

Eftir uppsagnirnar á föstudaginn starfa rúmlega 100 manns hjá bankanum. Vel mun hafa verið gert við þá sem misstu vinnuna og fá starfsmennirnir greidd laun í allt að eitt ár.

Þegar mest gekk á, á útrásasartímibili bankans, voru starfsmenn hans í Lúxemborg, Sviss og Belgíu um 280. Á annað hundrað manns misstu vinnuna þegar skrifstofum bankans í Belgíu og Sviss var lokað en nýir eigendur Kauþings í Lúxemborg, Rowland fjölskyldan, vinnur eftir áætlun sem gerir ráð fyrir 100 starfsmönnum. Fjölskyldan mun ætla að bjóða upp á hefðbundna bankastarfsemi á sviði eignastýringar og einkabankaþjónustu, meðal annars til Íslendinga.

Í samtali við fréttastofu sagði Friðjón Einarsson, upplýsingfulltrúi Kaupþings í Lúxemborg, að unnið sé að skipulagsbreytingum á yfirstjórn bankans og að þær verði kynntar á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×