Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í morgun, annan daginn í röð, og voru það fjármála- og hátæknifyrirtæki sem leiddu hækkunina. Bjartsýni á að lánsfjáraðgengi batni með björgunaraðgerðum ríkisstjórna er talin vera helsta orsök hækkunarinnar. Bréf hátæknifyrirtækisins Samsung hækkuðu til dæmis um tíu prósent og í Kóreu hækkaði Kospi-vísitalan um tæp fimm prósent.
