HM: Hrikalegt klúður Norðmanna - Pólverjar í undanúrslit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2009 20:40 Bartosz Jurecki er hér kominn í gegnum vörn Norðmanna. Nordic Photos / AFP Norðmenn gáfu frá sér sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu þar sem Pólverjar skoruðu gjörsamlega ótrúlegt sigurmark. Leiknum lauk með 31-30 sigri Pólverja. Norðmenn voru í lykilstöðu þegar tvær mínútur voru eftir. Staðan 30-28, Noregi í vil og þeir í sókn. Þá misstu Norðmenn bolta og Mariusz Jurasik minnkaði muninn með marki úr hraðaupphlaupi. Slawomir Szmal, markvörður Pólverja, varði svo frá Frank Löke í næstu sókn Norðmanna og aftur skoraði Pólland úr hraðaupphlaupi og jafnaði þar með leikinn, 30-30. Rafal Glinski var þar að verki. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir stilltu Norðmenn upp í sókn. Jafntefli hefði dugað hvorugu liðinu þar sem þá hefðu Þjóðverjar farið áfram. Norðmenn þurftu því að skora og settu því inn sjöunda manninn í sóknina og skildu markið eftir autt. Það var einmitt sjöundi maðurinn í norsku sókninni sem reyndi afleita línusendingu á Frank Löke og gaf Pólverjum boltann. Artur Siodmiak skoruði í autt markið frá eigin vallarhelmingi og leiktíminn rann út. Þar með var sigurinn þeirra og sæti í undanúrslitunum. Hreint ótrúleg atburðarrás í leiknum sem hafði verið í járnum allan tímann. Staðan í hálfleik var 14-14 en Norðmenn náðu frumkvæðinu í leiknum þegar tólf mínútur voru eftir og þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Frumkvæðinu héldu þeir allt þar til á lokasekúndunum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá Pólverjum en sorg Norðmanna var mikil. Skiljanlega. Karol Bielecki skoraði fimm mörk fyrir Pólverja en Kristian Kjelling átta fyrir Noreg. Handbolti Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira
Norðmenn gáfu frá sér sæti í undanúrslitunum á HM í handbolta í Króatíu þar sem Pólverjar skoruðu gjörsamlega ótrúlegt sigurmark. Leiknum lauk með 31-30 sigri Pólverja. Norðmenn voru í lykilstöðu þegar tvær mínútur voru eftir. Staðan 30-28, Noregi í vil og þeir í sókn. Þá misstu Norðmenn bolta og Mariusz Jurasik minnkaði muninn með marki úr hraðaupphlaupi. Slawomir Szmal, markvörður Pólverja, varði svo frá Frank Löke í næstu sókn Norðmanna og aftur skoraði Pólland úr hraðaupphlaupi og jafnaði þar með leikinn, 30-30. Rafal Glinski var þar að verki. Þegar fimmtán sekúndur voru eftir stilltu Norðmenn upp í sókn. Jafntefli hefði dugað hvorugu liðinu þar sem þá hefðu Þjóðverjar farið áfram. Norðmenn þurftu því að skora og settu því inn sjöunda manninn í sóknina og skildu markið eftir autt. Það var einmitt sjöundi maðurinn í norsku sókninni sem reyndi afleita línusendingu á Frank Löke og gaf Pólverjum boltann. Artur Siodmiak skoruði í autt markið frá eigin vallarhelmingi og leiktíminn rann út. Þar með var sigurinn þeirra og sæti í undanúrslitunum. Hreint ótrúleg atburðarrás í leiknum sem hafði verið í járnum allan tímann. Staðan í hálfleik var 14-14 en Norðmenn náðu frumkvæðinu í leiknum þegar tólf mínútur voru eftir og þeir komust í þriggja marka forystu, 24-21. Frumkvæðinu héldu þeir allt þar til á lokasekúndunum. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út hjá Pólverjum en sorg Norðmanna var mikil. Skiljanlega. Karol Bielecki skoraði fimm mörk fyrir Pólverja en Kristian Kjelling átta fyrir Noreg.
Handbolti Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Sjá meira