Handbolti

Fimm marka sigur Ciudad Real í Meistaradeildinni

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ólafur í leik með Ciudad Real.
Ólafur í leik með Ciudad Real. Mynd/Getty Images
Ólafur Stefánsson skoraði eitt mark fyrir Ciudad Real sem vann ungverska félagið Veszprém í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta í dag. Ciudad Real vann með fimm marka mun, 29-24, og er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel gerðu jafntefli í Króatíu við Osiguranje-Zagreb, 28-28.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen töpuðu i fyrir Chehovskie Medvedi í Rússlandi í gær, 33-31. Þá vann Hamburg 25-28 sigur á Flensburg á útivelli.

Síðari leikirnir fara fram eftir viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×