Það eru enn þrír stórir í liði Boston 27. apríl 2009 17:33 Paul Pierce, Rajon Rondo og Ray Allen Nordic Photos/Getty Images Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Einvígi meistara Boston Celtics og Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar hefur vakið mikla athygli. Ungt lið Chicago hefur komið mjög á óvart og flestir eru á því að hér sé um að ræða fjörugasta einvígið í úrslitakeppninni til þessa. Chicago gaf tóninn strax í fyrsta leik með dramatískum sigri í Boston og heimamenn náðu með naumindum að jafna metin í öðrum leiknum. Flestir héldu að meistararnir væru komnir í gírinn þegar þeir unnu svo stórsigur í Chicago í leik þrjú, en Chicago svaraði með sigri í gærkvöld í tvíframlengdum leik á heimavelli sínum og því er staðan jöfn 2-2 þegar rimman fer aftur til Boston. Þrír af þessum fjórum leikjum eiga góða möguleika á að fara í sögubækur fyrir skemmtanagildi, dramatík og spennu.Tekur upp hanskann fyrir Garnett Boston varð fyrir áfalli þegar ljóst varð að framherjinn Kevin Garnett gæti ekki leikið með liðinu í úrslitakeppninni og það gefur augaleið að stórt skarð er höggvið í liðið þegar vantar varnarmann ársins í fyrra í lið meistaranna. Boston hefur vissulega átt nokkuð erfitt uppdráttar gegn ungum og hungruðum leikmönnum Chicago Bulls, en framganga leikstjórnandans Rajon Rondo hjá Boston hefur valdið verðskuldaða athygli. Hafi einhver leikmaður í liði Boston ákveðið að taka meira til sín í fjarveru Garnett, þá er það hinn 23 ára gamli Rondo. Hann hefur spilað svo vel í einvíginu að menn verða ef til vill að fara að endurskoða hugtakið um þá "þrjá stóru" hjá Boston - þá Garnett, Pierce og Allen.Með þrefalda tvennu að meðaltaliRondo hefur stigið upp í fjarveru GarnettNordicPhotos/GettyImagesRondo var stigahæsti leikmaður Boston í einvíginu þangað til Paul Pierce skreið fram úr honum eftir fjórða leikinn.Rondo skorar að meðaltali 23,3 stig, hirðir 10,8 fráköst og gefur 10 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann spilar flestar mínútur að meðaltali (43,3) og stelur flestum boltum (3,5). Þetta er frábær tölfræði og líklega vekur það mesta athygli að hinn 185 cm hái og 78 kílóa þungi Rondo sé langfrákastahæsti leikmaður Boston í einvíginu við Chicago.Og það á meiddum ökkla sem hefur gert honum lífið leitt frá því í leik tvö.Rondo er lykillinn Rondo er þekktur fyrir að vera sérlundaður og nokkuð rogginn með sig, en eftir að Chicago vann fyrsta leikinn í einvíginu í Boston, mátti fyrst merkja smá hik á honum. Hann fór til þjálfara síns Doc Rivers og spurði hann ráða. "Spilaðu bara þinn leik. Það ert þú sem ert með lyklana að þessu liði," sagði Rivers, sem sjálfur þekkir að vera ungur leikstjórnandi innan um stórstjörnur frá því hann spilaði með Atlanta á árum áður. "Mundu bara að taka félaga þína í liðinu með þér," sagði Rivers. Ekki stóð á svarinu hjá þeim stutta. "Þeir verða þá að halda í við mig," sagði Rondo.Næsti leikur Boston og Chicago er í Boston annað kvöld og þau mætast svo aftur í Chicago á fimmtudagskvöldið. Ef um oddaleik verður að ræða, verður hann á sunnudaginn í Boston.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira