Heillaráðungliðanna 11. september 2009 06:00 Í vikunni sendi aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík frá sér athyglisverða ályktun. Þar er hvatt til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Tillaga ungliðanna er rökrétt og sanngjörn. Hún mun þó væntanlega ekki falla stuðningsmönnum Nató-aðildar í geð. Kosning af þessu tagi myndi óhjákvæmilega koma af stað umræðu um eðli og tilgang Nató í samtímanum, þar sem hætt er við að bandalagið stæði höllum fæti. Í tæpan áratug hefur Atlantshafsbandalagið reynt að leysa úr tilvistarkreppu sinni með hernaði í einu snauðasta landi heims, Afganistan. Stríð þetta átti í upphafi að vera skjót og glæst sigurför Bandaríkjahers, í hefndarskyni fyrir hryðjuverkaárásirnar á þessum degi fyrir átta árum. Innrásarherinn lét sig dreyma um að vera fagnað sem hetjum af heimamönnum og að verkefninu lyki á fáeinum mánuðum. Nú tala hernaðarfræðingar Nató-ríkja hins vegar um það í fullri alvöru að hersetan kunni að vara næstu áratugina. Eitt af því sem einkennt hefur stríðið í Afganistan frá upphafi er hinar síbreytilegu réttlætingar þess. Í fyrstu var eina markmiðið sagt vera að hafa hendur í hári nokkurra yfirlýstra stuðningsmanna hryðjuverka. Þegar þau áform runnu út í sandinn var gripið til annarra röksemda: að ætlunin væri að uppræta eiturlyfjaframleiðslu, bæta úr bágri stöðu kvenna og koma á lýðræði. Þessar réttlætingar hafa koðnað niður ein af annarri. Ópíumframleiðslan er nú meiri en nokkru sinni fyrr, mannréttindabrot á konum eru landlæg og fæstir nefna hugtakið lýðræði í sömu andrá og stjórn Karzais í Kabúl. Hringekjan er nú fullkomnuð þar sem ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi eru á nýjan leik farnir að réttlæta hernámið með hryðjuverkaógninni. Siðferðislegt gjaldþrot Nató-hernaðarins í Afganistan er staðfest með reglulegum fregnum af fjöldamorðum á almennum borgurum. Dráp þessi skýrast af þeirri hernaðartækni Nató-herja að beita lofthernaði úr mikilli hæð, jafnvel með mannlausum sprengjuvélum, til að lágmarka líkurnar á eigin mannfalli. Margoft hefur verið á það bent að hernaður sem gerir ekki greinarmun á hernaðarlegum og almennum skotmörkum sé brot á Genfarsáttmálanum. Mikið var úr því gert þegar íslenskir ráðamenn settu landið á lista vígfúsra þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins. Minna var látið með þá staðreynd að Ísland hafði þá þegar gerst formlegur stríðsaðili með aðildinni að Nató. Fyrst á Balkanskaga og síðar í Afganistan. Eins og ungt Samfylkingarfólk hefur nú bent á fékk íslenska þjóðin aldrei færi á að tjá hug sinn til aðildar okkar að árásarbandalaginu. Úr því er tilvalið að bæta nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í vikunni sendi aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík frá sér athyglisverða ályktun. Þar er hvatt til þess að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Tillaga ungliðanna er rökrétt og sanngjörn. Hún mun þó væntanlega ekki falla stuðningsmönnum Nató-aðildar í geð. Kosning af þessu tagi myndi óhjákvæmilega koma af stað umræðu um eðli og tilgang Nató í samtímanum, þar sem hætt er við að bandalagið stæði höllum fæti. Í tæpan áratug hefur Atlantshafsbandalagið reynt að leysa úr tilvistarkreppu sinni með hernaði í einu snauðasta landi heims, Afganistan. Stríð þetta átti í upphafi að vera skjót og glæst sigurför Bandaríkjahers, í hefndarskyni fyrir hryðjuverkaárásirnar á þessum degi fyrir átta árum. Innrásarherinn lét sig dreyma um að vera fagnað sem hetjum af heimamönnum og að verkefninu lyki á fáeinum mánuðum. Nú tala hernaðarfræðingar Nató-ríkja hins vegar um það í fullri alvöru að hersetan kunni að vara næstu áratugina. Eitt af því sem einkennt hefur stríðið í Afganistan frá upphafi er hinar síbreytilegu réttlætingar þess. Í fyrstu var eina markmiðið sagt vera að hafa hendur í hári nokkurra yfirlýstra stuðningsmanna hryðjuverka. Þegar þau áform runnu út í sandinn var gripið til annarra röksemda: að ætlunin væri að uppræta eiturlyfjaframleiðslu, bæta úr bágri stöðu kvenna og koma á lýðræði. Þessar réttlætingar hafa koðnað niður ein af annarri. Ópíumframleiðslan er nú meiri en nokkru sinni fyrr, mannréttindabrot á konum eru landlæg og fæstir nefna hugtakið lýðræði í sömu andrá og stjórn Karzais í Kabúl. Hringekjan er nú fullkomnuð þar sem ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi eru á nýjan leik farnir að réttlæta hernámið með hryðjuverkaógninni. Siðferðislegt gjaldþrot Nató-hernaðarins í Afganistan er staðfest með reglulegum fregnum af fjöldamorðum á almennum borgurum. Dráp þessi skýrast af þeirri hernaðartækni Nató-herja að beita lofthernaði úr mikilli hæð, jafnvel með mannlausum sprengjuvélum, til að lágmarka líkurnar á eigin mannfalli. Margoft hefur verið á það bent að hernaður sem gerir ekki greinarmun á hernaðarlegum og almennum skotmörkum sé brot á Genfarsáttmálanum. Mikið var úr því gert þegar íslenskir ráðamenn settu landið á lista vígfúsra þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins. Minna var látið með þá staðreynd að Ísland hafði þá þegar gerst formlegur stríðsaðili með aðildinni að Nató. Fyrst á Balkanskaga og síðar í Afganistan. Eins og ungt Samfylkingarfólk hefur nú bent á fékk íslenska þjóðin aldrei færi á að tjá hug sinn til aðildar okkar að árásarbandalaginu. Úr því er tilvalið að bæta nú.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar