Viðskipti innlent

Century Aluminum lækkar mest í byrjun dags

Úr álverinu á Grundartanga, sem Norðurál rekur.
Úr álverinu á Grundartanga, sem Norðurál rekur.

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur fallið um tvö prósent það sem af er dags. Þá hefur gengi bréfa í Straumi lækkað um 0,83 prósent og Össurar um 0,21 prósent.

Á sama tíma hefur gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkað um 0,3 prósent.

Dagurinn hefur verið með rólegra móti. Viðskipti með hlutabréf eru fjórtán talsins upp á 23,1 milljón króna.

Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,51 prósent og stendur í 317 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×