Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri: Draga þarf úr óvissu um ríkisskuldir

Svein Harald Öygard seðlabankastjóri segir að almennt séð virðist stjórn bankans að aðilar á alþjóðavettvangi líti þannig á að mikilvægt sé að draga úr óvissu í sambandi við umfang og kjör ríkisskulda. Á hann þar m.a. við Icesave málið.

"Það er mikilvægt að festa skuldir til langs tíma til að bæta greiðsluhæfi og auka stöðugleika," segir segir Svein Harald í samtali við Fréttastofu um endurmat á lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins sem er framundan.

„Seðlabanki Íslands er jafnan í nánu sambandi við fjárfestingarbanka, alþjóðleg matsfyrirtæki, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og aðra þá sem hafa áhuga á málefnum sem tengjast aðgerðum til endurreisnar í efnahagslífi á Íslandi," segir Svein Harald. "Það á einnig við um málefni sem tengjast innstæðutryggingum erlendis,"

Það kemur einnig fram hjá seðlabankastjóra að önnur málefni skipta einnig miklu í þessu samhengi, svo sem traust umgjörð ríkisfjármála og endurskipulagning bankakerfisins. Hinir erlendu aðilar hafa einnig mikinn áhuga á almennu ástandi hér og horfum til framtíðar.

"Seðlabanki Íslands mun halda áfram viðræðum við ýmsa erlenda aðila um þessi málefni og mörg önnur, þar á meðal málefni er tengjast innstæðutryggingum erlendis. Ljóst er að ofangreindir aðilar taka mið af öllum þessum þáttum," segir Svein Harald.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×